Sigurlaug Hauksdóttir

Patterns available as Ravelry Downloads

Knitting: Pullover
Yfirvídd uppgefinna stærða er gefin með ca 10 sm aukayfirvídd í huga.
Knitting: Beanie, Toque
Hvunndagshúfa sem hentar flestum. Einföld húfa eða húfa með uppbrettum kanti, sem ætti að passa flestum enda mjög teygjanleg prjónuð í 2x2 brugningu. 1 dokka ætti að duga í húfu án kants, mörgum finnst slíkar þægilegri enda fyrirferðarminni undir hettu eða vinnuhjálma. En kaupa þarf 2 dokkur í húfu með uppbrettum kanti.
Knitting: Mittens
Hefðbundnir tvíbanda vettlingar með uppáhaldsblóminu hennar Þorbjargar ömmu, Eyrarrósinni.
Knitting: Cardigan
Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, fram og til baka, ermar og hliðar saumaðar eða heklaðar saman í lokin. Peysan er öll prjónuð í garðaprjóni með munstri sem myndað er með óprjónuðum lykkjum frá röngu. Notast er við snúru í hálsmáli, snúrukanta á alla kanta (líka ermar) og snúruaffellingar. Athugið einnig að gert er ráð fyrir 15 -20 sm auka yf...
Knitting: Shorts
Belgbuxur fyrir afhafnasamt fólk í stærðunum 1/3 - 6/9 og 12/18 mánaða.
Knitting: Cardigan
Opin peysa – prjónuð til hliðar.
Knitting: Tee
Tágar - toppur
Knitting: Beanie, Toque
Hr. Húfa varð til þegar ég var að leika mér með mismunandi munstur sem pössuðu inn í 18 lykkju tígla.
Knitting: Pullover
Hugmyndina að peysunni fékk ég þegar ég var að skoða afar klæðilega kvenboli sem voru ekki þverir að neðan, heldur lögðust ljúflega yfir ávalar kvenmjaðmir. Mig langaði í þannig peysu, hún þyrfti líka að vera létt og hlý undir vindjakka þegar ég fer að arka af mér öll aukakílóin… einhverntíma í framtíðinni.
Knitting: Dress
Dagbjört vegna þess að ég á hana í hjarta mínu alltaf.
Knitting: Pullover
Lokuð peysa prjónuð ofan frá og niður. Upphækkun er í aftanverðu hálsmáli (má sleppa). Ég vildi hafa berustykkið á peysunni eins í öllum stærðum, þ.e. jafnmarga túlipana á þeim öllum, það er því munsturteikning fyrir hverja stærð fyrir sig, gætið þess því að velja rétt munstur. Skipt er upp í bol og ermar nokkrum umferðum áður en munstri berust...
Knitting: Pullover
Perla er hettupeysa með vösum. Peysan er prjónuð ofan frá og niður, þ.e. byrjað er á hettu sem er prjónuð fram og tilbaka, þá hálsmál og nokkra sm niður á berustykki, þá er kantur á hettu prjónaður, sameinað í hring og bolur og ermar prjónaðar í hring eftir það. Mikið er notast við snúrukant og snúruaffellingar bæði 2ja og 3ja lykkja.
Knitting: Cardigan
Opin peysa í bara einni stærð, 0-3 mánaða. Í hana fer einungis ein dokka af Holst Supersoft í grunnlit, afganga er hægt að nota í munsturlitina 3 eða kaupa pakkningu með 5 20 gr hnyklum til þeirra nota.
Knitting: Pullover
Hettupeysan “Nói” er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er að prjóna kollinn á hettunni síðan eru teknar upp lykkjur meðfram kanti kollstykkis og hvirfill mótaður með útaukningum. Úrtökur eru til að móta hnakka. Hálsmál er með lítilli klauf niður á berustykki, en síðan er peysan prjónuð með hefðbundnum laskaútaukningum. Skipt upp í bol og ermar....
Knitting: Pullover
Hefðbundin loapeysa prjónuðneðanfrá og upp. Einungis einn munsturlitur sem þarf að sjást vel í grunnlit.
Knitting: Cardigan
Hefðbundin opin lopapeysa, prjónuð neðanfrá og upp. Prjónuð í aðallit og munsturlit sem sést vel. Einnig er tilvalið að nýta afganga í mjög svipuðum litum í munstrið og gefa því með því meiri „hreyfingu“ Litirnir meiga þó ekki vera mjög ólíkir eða renna saman við aðallit.
Knitting: Dress
Einnig er hægt að hafa samband á silla@grisara.is ef þið eruð ekki með PayPal, uppskriftin kostar þá 1200 ISK, með fyrirfram þökk.
Knitting: Pullover
Einnig er hægt að hafa samband á silla@grisara.is ef þið eruð ekki með PayPal, uppskriftin kostar þá 1200 ISK, með fyrirfram þökk.