60-60 lopapeysa by knit by Steinunn

60-60 lopapeysa

no longer available from 1 source show
Knitting
July 2020
Aran (8 wpi) ?
18 stitches = 4 inches
US 4 - 3.5 mm
US 7 - 4.5 mm
1094 - 1531 yards (1000 - 1400 m)
XS – S – M – L - XL
Icelandic

Þessi peysa varð til þegar góður vinur fagnaði sextugsafmæli sínu sl. sumar.
Þetta er hefðbundin íslensk lopapeysa sem hentar við margskonar tilefni eins og allir þekkja.
Mér fannst þó nauðsynlegt að „poppa“ hana aðeins upp með því að setja bleikar doppur í mynsturbekkinn, enda kom í ljós að hún er sérlega smart utanyfir bleika skyrtu

Peysan er prjónuð neðan frá og upp. Bolur er prjónaður í hring, með 2 brugðnum lykkjum fyrir miðju að framan. Ermar eru prjónaðar í hring og svo upp á bolinn og þá er mynstur prjónað skv. mynd. Í lokin er lykkjað saman undir höndum, saumuð tvö þétt spor sitt hvoru megin við brugðnu lykkjurnar á bolnum og klippt á milli. Þá er heklaður eða prjónaður kantur í sárið og að lokum settur rennilás eða tölur.

STÆRÐIR
XS – S – M – L - XL

UMMÁL
90 – 92 – 98 – 100 - 104 cm

GARN
Léttlopi, Spuni eða sambærilegt.
Aðallitur (dökkgrár): 6 – 7 – 7 – 8 - 8
Mynsturlitur 1 (ljósgrár): 2 - 2 - 2 - 3 - 3
Mynsturlitur 2 (hvítur): 1 - 1 – 1 – 2 - 2
Mynsturlitur 3 (bleikur): 1 - 1 -1 -1 -1

PRJÓNAR
Hringprjónar # 3,5 og 4,5
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,5

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
18 L = 10 cm