patterns > Fidgety Hands and 1 more...
> Afterthought - Eftirþankar
Afterthought - Eftirþankar
Vertu memm í FB hópnum okkar: Heklað með Handverkskúnst
Uppskriftin býður upp á að gera tvær útgáfur af sjalinu, reglulega og óreglulega, munurinn felst í því hvernig línunum er raðað upp. Einnig er hægt að stjórna lengdinni/stærðinni á sjalinu eftir eigin höfði. Þetta er allt saman útskýrt vel í uppskriftinni.
Garn: Reglulega sjalið (græna & gráa) er heklað úr 100% Merino frá Dottir Dyeworks. Fingering/4 ply, 100 g / 400 m. Það fóru samtals 400 g í sjalið (4 hespur), 200 g af litnum Mint Julep og 200 g af litnum Stone.
Óreglulega sjalið (svarta & appelsínugula) er heklað úr tveimur ólíkum grunnum frá Dottir Dyeworks, báðir eru þó fingering/4 ply, 100 g / 400 m. Það fóru samtals 300 g í sjalið, 200 g af Night úr Bubbles garni og 100 g af Lava úr 100% Merino garni.
Mikilvægt er að huga að heklfestu á uppgefnu garni svo garnið dugi í verkið. Að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða garn sem er í sama grófleika og passa þá upp á að metrafjöldinn sé réttur.
Heklunál: 3,5 mm, eða sú stærð sem þarf til þess að ná réttri heklfestu.
Heklfesta: 27 hálfstuðlar x 20 umferðir = 10 x 10 cm, fyrir strekkingu.
Stærðir: Gatamynstrið opnast vel í strekkingu og lengdust sjölin því nokkuð vel við strekkingu. Bubbles garnið gaf meira eftir en ég bjóst við og varð óreglulega sjalið því stærra en ég reiknaði með. Reglulega sjalið var 64 cm á hæð við miðju og 164 cm á lengd horna á milli fyrir strekkingu, en 71 cm á hæð við miðju og 213 cm á lengd horna á milli eftir strekkingu. Óreglulega sjalið var 59 cm á hæð við miðju og 156 cm á lengd horna á milli fyrir strekkingu, en 66 cm á hæð við miðju og 202 cm á lengd horna á milli eftir strekkingu.
Leiðbeiningar í uppskrift eru bæði fyrir örvhenta sem rétthenta.
279 projects
stashed 134 times
- First published: February 2022
- Page created: February 15, 2022
- Last updated: August 2, 2022 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now