patterns > GKdóttir knits Ravelry Store
> Alva
Alva
Alva er prjónuð í hring ofan frá og niður með svokallaðri „contiguous sleeve method“ sem er nk. aðlöguð laskaermi. Fyrst er einungis aukið út á fram- og bakstykki, síðan eingöngu á ermum og loks bæði í einu. Útkoman líkist ísettri ermi og í þessu tilfelli verður fallegt litaspil að auki.
Snúrukantar (I-cord) eru í hálsmáli, fremst á ermum og neðst á bol.
Boðið er upp á tvær útfærslur á hálsmáli, þvert að framan (forsíðan) og lækkað að framan (rauðlita eintakið). Það þvera er allt prjónað í hring en hið lækkaða fram og til baka fyrstu 4-8 umferðirnar.
Prjónfesta: 19 L og 23 U mælt í sléttu prjóni í hring gefa 10x10cm.
Prjónar: 5mm hringprjónar (eða sú stærð sem gefur rétta prjónfestu) 4,5mm fyrir snúrukanta.
Garn: Icewear garn, Nordic, 100% merino (50g/108m)
Líka tilvalið að nota afganga í DK grófleika (td. fingering og
mohair saman)
6 projects
stashed 11 times
- First published: November 2024
- Page created: November 5, 2024
- Last updated: November 22, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now