patterns > Vinda Knits Ravelry Store
> Carlsen krakkapeysa
Carlsen krakkapeysa
Stærðir: (2) 3 (5) 7 (9) 11 (13) ára
Yfirvídd: (65) 70 (75) 85 (90) 95 (100) cm
Lengd á bol frá hálsmáli að aftan (að stroffi frátöldu): (35) 38 (42) 45 (50) 52 (56) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 24 lykkjur og 27 umferðir munsturprjón á 4 mm prjóna
Garn
Pernilla frá Filcolana (Litir á forsíðupeysunni eru Nougat (Melange) og Marzipan (Melange)
Litur A (stroff og munstur): (100) 100 (150) 150 (200) 200 (250) gr (175m/50gr)
Litur B (munstur): (100) 100 (100) 150 (150) 150 (200) gr (175m/50gr)
Prjónar
Hringprjónar: 3 mm (40 og 60 cm) og 4 mm (40, 60 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 3 og 4 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)
Annað
Átta prjónamerki (þar af eitt sem er frábrugðið hinum)
Carlsen krakkapeysa byggist upp á tveimur munsturbekkjum með sígildu norsku munstri sem eru prjónaðir til skiptis niður peysuna. Breiðari bekkurinn er með blómamunstri og sá grennri með bylgjumunstri.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er að prjóna stroffið á hálsmálinu í hring. Eftir það er aftari hluti hálsmáls prjónaður fram og til baka með stuttum umferðum til að móta hálsmálið. Eftir það er peysan prjónuð í hring eftir munsturteikningum. Stykkinu er skipt upp í fjóra hluta: framstykki, bakstykki og tvö axlarstykki og á milli þessara hluta er laskalykkja, samtals fjórar laskalykkjur. Þegar berustykkið hefur verið prjónað er stykkinu skipt upp í bol og ermar með því að geyma ermalykkjur á bandi og fitja upp lykkjur undir ermum til að tengja saman bol. Eftir það er bolurinn prjónaður og að lokum ermar. hægt er að stjórna lengd á bol og ermum með því að enda eftir hvaða munsturbekk sem er eða hálfan munsturbekk.
6267 projects
stashed 3012 times
- First published: September 2023
- Page created: September 1, 2023
- Last updated: September 1, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now