patterns > Edda Lilja Guðmundsdóttir's Ravelry Store
> Drama
Drama
Drama er prjónað að ofan og niður.
ÉG mæli með því að lesa yfir þvottaleiðbeiningarnar
og taka ákvörðun varðandi sídd eftir það…
… Eða ákveða hvora þurrkunaraðferðina þið notið út
frá því hversu langt þið nennið að prjóna…
Bolurinn / kjóllinn er fullkominn yfir bikiníið á
ströndina… yfir hlýrakjól í vinnuna… eða
glamúrkjólinn í fansí matarboðið!!
JÁ eða bara þegar þú gáir til veðurs…
EFNI OG ÁHÖLD
Vaxbö Lin 100% Hör
100 gr = rúmlega 400 m
40 og 80 cm hringprjónar í stærðum 3.5 mm og 4 mm eða prjónar sem þarf til að ná
prjónfestu
4 prjónamerki (1 af því má vera öðruvísi fyrir byrjun umferðar)
PRJÓNFESTA
Með 4 mm prjónum, 20 lykkjur slétt = 10 cm
Athugið! Prjónastærð er valin út frá prjónfestu. Prjónfestan í þessu verkefni er: 20
lykkjur yfir 10 cm. Ef fast er prjónað er mælt með prjóni nr.4.5 ef laust er prjónað er
mælt með prjóni nr.3.5
STÆRÐIR
Veljið stærð sem er 1-2 cm stærri en yfir brjóstin því svo víkkar bolurinn út, fallegt að hafa
hann ekki of víðann efst.
Stærðir: 1 (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8)
Brjóst ummál Í cm 85.5 (89, 94.5, 101, 110, 121, 131, 142)
Garn ígrömmum 179 (187, 199, 212, 231, 254, 275, 298)
Garn í metrum 718 (747, 793, 848, 924, 1016, 1100, 1192)
648 projects
stashed 661 times
- First published: September 2022
- Page created: September 3, 2022
- Last updated: September 3, 2022 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now