patterns > Buffalo Ása Designs and 1 more...
> Garngönguhúfan 2019 / Yarn Crawl hat 2019
Garngönguhúfan 2019 / Yarn Crawl hat 2019
Þessi húfa var hönnuð fyrir samkeppni um Garngönguhúfuna 2019 í Reykjavík, Iceland.
Við vinkonurnar vorum staddar í sumarhúsi í Reykhólasveit þegar við fengum þá flugu í hausinn að hanna og senda inn húfu í samkeppnina. Upp hófust þá miklar pælingar og margar prufur prjónaðar uns við komumst að niðurstöðu um hvernig við vildum hafa húfuna.
Þá fórum við í að prjóna sýnishorn og skrifa niður uppskriftina sem var talsvert mikil vinna. En við skemmtum okkur konunglega og erum stoltar af því að hafa unnið samkeppnina.
Vonandi sjáum við sem flesta með þessa húfu á Garngöngudeginum á höfuðborgarsvæðinu 7. sept. 2019.
Umsögn dómnefndar:
Kæru prjónavinir.
Þá er komið að því að tilkynna sigurvegarana í hönnunarsamkeppninni um Garngönguhúfuna 2019. Sendar voru inn níu húfur og verður að segjast að erfitt var fyrir dómnefndina að komast að niðurstöðu. Mikill metnaður, frumleiki og fegurð einkenndu húfurnar og vorum við yfir okkur hrifnar af úrvalinu. Hönnuðir höfðu augljóslega allir lagt mikið í vinnuna sína og sást það vel á uppskriftunum sem fylgdu með sem og húfunum sjálfum <3
En að lokum tókst dómnefndinni að komast að niðurstöðu og höfum við núna allar prufuprjónað vinningshúfuna. Við horðfum helst til þess að húfan sem yrði fyrir valinu myndi hafa þann möguleika að prjónarar gætu sett sinn eigin persónulega stíl á sína húfu en einnig að það tæki tiltölulega stuttan tíma að prjóna hana. Valið í ár er örlítið flókin uppskrift en hún er jafnframt sérlega skemmtileg og tæknin í henni afskaplega sniðug. Allir ættu að ráða við hana og er um að gera að lesa hana yfir og skoða myndböndin sem fylgja með í uppskriftinni.
Vinningshafar Garngönguhúfunnar 2019 eru þær
Ása Hildur Guðjónsdóttir
og
Kristín Friðrika Svavarsdóttir
Við óskum þeim hjartanlega til hamingju <3
Uppskriftina er hægt að nálgast í skrám síðunnar :)
Munið svo öll kæru prjónarar eftir #garngangan2019 og #garngönguhúfa þegar þið sýnið húfurnar ykkar. Við hlökkum mikið til að sjá allar húfurnar ykkar
4534 projects
stashed 2253 times
- First published: August 2019
- Page created: August 1, 2019
- Last updated: March 7, 2020 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now