Garngönguhúfan 2024 by Áslaug Eiríksdóttir

Garngönguhúfan 2024

Knitting
July 2024
Fingering (14 wpi) ?
32 stitches = 4 inches
US 0 - 2.0 mm
US 1½ - 2.5 mm
219 - 273 yards (200 - 250 m)
Icelandic
This pattern is available as a free Ravelry download

Garngönguhúfan 2024, Spegilstjörnur, er húfa sem er prjónuð frá stroffi og upp í tveim litum með latneskri fléttu. Hún er þunn og er góð að hafa í vasanum þegar það fer að kólna.
Aðeins er gefin upp ein stærð, en miðað við uppgefna prjónfestu passar hún fyrir höfuð að ummáli 55-58 cm. Ef óskað er eftir að gera stærri húfu er hægt að notast við stærri prjóna.

Í húfuna þarf tvo liti af fingering garni, ca 20 g af öðrum og 30 g af hinum. Prjónað er á prjóna nr 2 og 2,5.