patterns > Gudlaug M. Juliusdottir's Ravelry Store
> Góuvettlingar
Góuvettlingar
Þessi uppskrift er auðveld og fljótleg sérstaklega vegna þess að í henni er notað þykkara garn en vanalega er notað í mynsturvettlinga. Um er að ræða svokallaða DK þykkt á garni sem er t.d.hægt að finna í Navia Trio og Knoll tweed garninu. Um er að ræða hefðbundið Selbu vettlingamynstur, þar sem útaukning fyrir þumal er inni í lófanum og samsíða rendur sem liggja upp með báðum hliðunum á vettlingnum. Stroffið hjá úlnliðnum er með mynsturprjóni en ef óskað er eftir venjulegu stroffi, prjónað með slétt/brugðnu prjóni í staðinn þá er það gert með sama lykkju og umferðarfjölda.
Um er að ræða eina stærð, ca.20 cm. í ummáli en hægt er að gera þá lengri eða styttri að vild. Í sýnishorninu eru notaðir 4 mm prjónar og voru þeir prjónaðir með magic loop aðferðinni. Prjónafestan er 26 lykkjur í 10 cm. Ef prjónað er laust er mælt með að minnka prjónastærðina þar til að pjrónafesta næst og einnig ef prjónað er fast þá er mælt með að stækka prjónana til að ná sömu útkomu.
Mælt er með tvveimur 50 gr.dokkum af garni, DK þykkt, ca.100-200 metra, í tveimur ólíkum litum, þannig að mynstrið komi skýrt út.
14964 projects
stashed 9180 times
1207 projects
stashed 916 times
40550 projects
stashed 21766 times
80 projects
stashed 50 times
- First published: March 2019
- Page created: March 17, 2019
- Last updated: March 18, 2019 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now