patterns > Litli prins Ravelry Store
> Gráblika peysa
Gráblika peysa
Peysan er prjónuð úr mjúkri og hlýrri ull svo hún heldur góðum hita á litlum kroppi án þess að vera fyrirferðamikil eða heftandi. Hún er því einstaklega hentug þegar aðeins er farið að kólna í veðri eða sólin felur sig á bakvið skýjahulu.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og tilbaka. Munstur er á boðungum og speglast það milli hægri og vinstri hliða.
Tölulisti er prjónaður í lokin.
Eins peysu á minni krakka og úr fínna garni má finna í vefversluninni undir heitinu Blika.
UMMÁL
58, 61, 63, 65, 68 cm
GARN
Dale Lanolin eða það garn sem passar prjónafestunni.
250, 300, 350, 350, 350 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, lengd valfrjáls # 3,5 og 4,0
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
6-8 tölur
Skæri, nál
688 projects
stashed 636 times
- First published: August 2020
- Page created: March 3, 2021
- Last updated: August 15, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now