patterns > GKdóttir knits Ravelry Store
> Gulur september
Gulur september
Þessir vettlingar eru hannaðir í tilefni af átakinu Gulur september sem er ætlað að vekja meðvitund um mikilvægi sjálfsvígsforvarna og geðræktar. Einkunnarorð átaksins eru kærleikur, aðgát og umhyggja.
Ég leitast við að hafa mynstrið aðgengilegt til að sem flest treysti sér til að prjóna það.
Mig langaði til að koma semikommunni að ( ; ) en hún hefur fest sig í sessi sem myndrænt tákn um sjálfsvígsforvarnir; að það sé í lagi að gera hlé á tilverunni til að ná áttum, en umfram allt ekki setja punkt. Semikomman sést oft í húðflúrum, gjarnan við úlnliðinn. Ég valdi að finna henni stað á mótum stroffs og vettlingsbelgs á utanverðum
úlnlið, á formi popp-kúlu og lítils dúsks. Í stað kúlunnar má sauma tölu eða hnapp til að hafa prjónið enn einfaldara.
Ágóði af sölu uppskriftarinnar rennur til Píeta samtakanna.
22 projects
stashed 10 times
- First published: September 2024
- Page created: September 7, 2024
- Last updated: September 26, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now