patterns > Vinda Knits Ravelry Store
> Gunnhildur peysa
Gunnhildur peysa
Gunnhildur peysa er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er á því að prjóna berustykkið fram og til baka til þess að móta hálsmálið á sama tíma og aukið er út til að fjölga lykkjum. Tengt er í hring eftir að búið er að móta hálsmálið og eftir það er peysan prjónuð í hring. Berustykkinu er skipt upp í fjóra hluta með prjónamerkjum. Á milli þessara hluta er ein laska-lykkja, samtals fjórar laskalykkjur. Útaukningar eru gerðar í annarri hverri umferð þar til komið er að því að skipta stykkinu í ermar og bol. Rendur eru prjónaðar á ermar og bol. Í lokin er stroffið á hálsmálinu prjónað með því að taka upp lykkjur í hálsmálinu. Það er að sjálfsögðu hægt að prjóna hálsmálið fyrr í ferlinu.
Gefnar eru upp tvær tegundir af garni til að prjóna peysuna. Í báðum tilvikum eru notaðir tveir þræðir, einn úr ull og annar úr silki mohair. Rauðbleiku rendurnar í ljósu peysunni eru að vísu prjónaðir úr þremur þráðum en það er einfaldlega af því mér fannst liturinn í því garni passa svo vel við ljósa aðallitinn. Ef þið eruð í vafa hvaða garn þið viljið nota er gott að hafa í huga að Jensen garnið í ljósu peysunni er örlítið grófara og hlýrra en Pernilla garnið í dökku peysunni. Svo er auðvitað hægt að nota hvaða garn sem er með sömu prjónfestu, t.d. einfaldan plötulopa með fylgiþræði. Munið bara að gera prjónfestuprufu!
Stærðirnar sem eru gefnar upp í uppskriftinni eru málin á peysunni sjálfri. Mér finnst fallegt að hafa peysuna í víðari kantinum en fólk hefur auð-vitað mismunandi smekk. Gott er að velja stærð út frá yfirvíddinni sem er mæld yfir brjóstkassann og svo er hægt að laga bol og ermar að eiganda peysunnar.
Stærðir: (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Yfirvídd: (104) 111 (119) 128 (136) 144 (151) cm
Lengd á bol frá hálsmáli (stroff meðtalið): (61) 63 (64) 66 (68) 60 (72) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna
Aðallitur: Einn þráður af Isager Jensen (litur 6s): (300) 350 (350) 400 (500) 500-550 (550) gr með einum þræði af Isager Silk Mohair (litur 6): (100) 100 (125) 125 (150) 150-175 (175) gr
Rendur: Einn þráður af Isager Silk Mohair (litur 28) 25 gr með einum þræði af Isager Alpaca 2 (litur 1) 50 gr og einum þræði af Isager Merilin (litur 1) 50 gr.
Einnig er hægt að nota einn þráð af Isager Jensen 50 gr með einum þræði af Isager Silk Mohair 25 gr í rendur.
Eða…
Aðallitur: Einn þráður af Pernilla frá Filcolana (Dark chocolate): (200-250) 250 (250) 300 (350) 400 (400-450) gr með einum þræði af Tilia frá Filcolana (Coffee): (100) 100 (125) 125 (150) 150 (175) gr
Rendur: Einn þráður af Pernilla frá Filcolana (Seafoam): 50 gr með einu þræði af Tilia frá Filcolana (Rime frost): 25 gr.
16733 projects
stashed 7412 times
1833 projects
stashed 1121 times
- First published: February 2023
- Page created: February 12, 2023
- Last updated: February 12, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now