Harpa kragi by Nanna Einarsdóttir

Harpa kragi

Knitting
March 2022
both are used in this pattern
yarn held together
Lace
+ DK
= Aran (8 wpi) ?
18 stitches and 25 rows = 4 inches
US 7 - 4.5 mm
295 - 328 yards (270 - 300 m)
yfirvídd 85-95 (95-105) cm
Icelandic
This pattern is available for €6.00 EUR buy it now

Harpa er mynstraður síður kragi sem er prjónaður neðan frá og upp. Mynstrið er sambland af skelja- og gatamynstri, sem endar í snúnu stroffi í hálsinn. Kraginn er rammaður inn af garðaprjóni uppi og niðri.

Stærðir
1 (2)
Bringumál: 85-95 (95-105) cm
Sídd kraga frá hálsmáli: 23 (23) cm

Garn og prjónar
Kraginn er prjónaður úr blöndu af mohair og merinoull með uppgefna prjónfestu 22 l/10 cm, t.d. Hip mohair (25 g = 210 m) + Pop merino (50 g = 115 m) frá Hip knit shop.

Hægt er að prjóna kragann einlitan, en hann er einnig kjörinn til að spreyta sig áfram í afgangaprjóni og gera tilraunir með liti. Leiðbeiningar fyrir afgangaprjón fylgja með í viðauka.

Áætluð garnþörf:
100 (150) g af Pop merino og 50 (50) g af Hip mohair

Prjónfesta (í sléttu prjóni): 18 lykkjur x 25 umferðir = 10 x 10 cm á 4.5 mm prjóna.

Mælt er með því að gera prjónfestuprufu, þvo hana og mæla áður en hafist er handa við prjónið til að kanna hvort að lykkju- og umferðafjöldi standist.

Prjónar og aukahlutir:

  • 1 prjónamerki
  • 4.5 mm hringprjónn af lengd 80 cm
  • 4.5 mm hringprjónn af lengd 40 cm

(Eða prjónastærð sem gefur rétta prjónfestu)

Ath: Hægt er að nota 80 cm hringprjóninn til að prjóna allan kragann með Magic loop