Haukur Barnagalli by knit by Steinunn

Haukur Barnagalli

no longer available from 1 source show
Knitting
September 2021
DK (11 wpi) ?
22 stitches = 4 inches
US 4 - 3.5 mm
US 6 - 4.0 mm
328 - 875 yards (300 - 800 m)
0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 1-2 ára / 2-3 ára / 3-4 ára
Icelandic
Out of print. This pattern was available for €8.30.

Þessi galli er með sama mynstrinu og aðrar uppskriftir í Hauks-línunni. Góður bras-galli sem hentar í vagninn, gönguferðir, leikskólann og allt annað sem litlir krakkar gera þegar þau eru að uppgötva heiminn.

Gallinn er prjónaður ofanfrá og niður, fram og til baka þar til kemur að klofstykki en þá er tengt í hring. Skálmar eru prjónaðar hvor í sínu lagi og ermar einnig. Í lokin eru teknar upp lykkjur í kantinum til að gera tölulista og hann svo festur niður að neðanverðu.

Athugaðu að prjónastærð er gefin upp skv. því sem kemur fram á uppgefnu garni. Ef þú notar aðra tegund þá gætirðu þurft að breyta um prjónastærð, en einnig ef þín prjónfesta er önnur.

STÆRÐIR
0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 1-2 ára / 2-3 ára / 3-4 ára

UMMÁL BOLS
50 / 52 / 55 / 58 / 60 / 64 / 65 cm

GARN
Woolly frá Jord Clothing eða það garn sem passar prjónafestunni.
150, 200, 200, 250, 300, 300, 350 gr

Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.

PRJÓNAR (miðað við uppgefið garn)
Hringprjónar, 40 cm # 3,5 og 4,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,0

PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)

ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
ca. 6-8 tölur
Skæri, nál