patterns > Litli prins Ravelry Store
> Haustgola
Haustgola
Peysan er með rúllukraga, sem þó má sleppa, víðum ermum og þröngu ermastroffi. Hún hentar sérlega vel yfir leggings eða sokkabuxurnar og góðir kuldaskór toppa svo dressið.
Peysan er prjónuð í hring, ofan frá og niður. Auðvelt er að stjórna síddinni á peysunni með því að fækka eða fjölga munsturumferðum, eða hafa stroffið örlítið styttra eða lengra en gefið er upp í uppskrift.
Prjónaðar eru 4 fléttur eftir miðju framstykkinu en að öðru leyti er peysan með sléttu prjóni.
Þegar byrjað er að prjóna bolinn, eftir að hálsmáli lýkur, eru ekki nægilega margar lykkjur á framstykki til að allar flétturnar komist fyrir strax og því er byrjað á þeim 2 sem í miðjunni eru. Hinar tvær ytri bætast svo við eftir því sem lykkjunum fjölgar.
UMMÁL
57, 60, 62, 65, 66, 68, 72, 74 cm
SÍDD Á PEYSU FRÁ HANDVEGI
25, 28, 32, 38, 42, 45, 48, 50 cm
GARN
Dale Lanolin eða það garn sem passar prjónafestunni.
200, 200, 250, 300, 300, 350, 400, 450 gr.
PRJÓNAR
Hring- og sokkaprjónar nr. 3 og 4
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm
85 projects
stashed 41 times
- First published: November 2019
- Page created: March 12, 2021
- Last updated: July 16, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now