patterns > Hlýna Ravelry store
> Héraskinn
Héraskinn
Lagfæring 19.ágúst 2020:
Hálskragi: Taka eina óprjónaða, viðbót:
“prjóna næstu 9 ( 9) 11 lykkjur “ prjóna upp….
Um uppskriftina: Húfan er prjónuð fyrst með því að prjóna stroff fremst, síðan fram og til baka með sléttu prjóni. Hægt er að velja um að prjóna stroffið fremst með uppábroti eða án. Síðan eru gerðar styttar umferðir til að móta hnakkastykki. Gerð er úrtaka á hnakkastykki þegar komið er áleiðis sem tekur húfuna inn í hnakkann, mótar hana og lengir hana aðeins að aftan. Teknar eru upp lykkjur í hliðum húfunnar og prjónaður skemmtilegur kragi með einungis sléttu / brugðnu prjóni og útaukningu.
Eyrun eru prjónuð þannig að teknar eru upp lykkjur á tvo sokkaprjóna og þau prjónuð í hring og mótuð. Hægt er að sleppa því að prjóna eyru og festa á tvo dúska eða leyfa einfaldleikanum að njóta sín og hafa hana án alls skrauts.
Ef þig vantar aðstoð eða þarft að koma skilaboðum áleiðis þá endilega sendu mér e-mail á snaelands@gmail.com
330 projects
stashed 255 times
- First published: August 2020
- Page created: August 7, 2020
- Last updated: February 5, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now