Héraskinn by Hlýna design

Héraskinn

Knitting
August 2020
Aran (8 wpi) ?
20 stitches = 4 inches
US 7 - 4.5 mm
US 6 - 4.0 mm
208 yards (190 m)
Stærðir: 6-12 mánaða, 1-2, 2-4 ára
Icelandic
This pattern is available for $7.00 USD buy it now

Lagfæring 19.ágúst 2020:
Hálskragi: Taka eina óprjónaða, viðbót:
“prjóna næstu 9 ( 9) 11 lykkjur “ prjóna upp….

Um uppskriftina: Húfan er prjónuð fyrst með því að prjóna stroff fremst, síðan fram og til baka með sléttu prjóni. Hægt er að velja um að prjóna stroffið fremst með uppábroti eða án. Síðan eru gerðar styttar umferðir til að móta hnakkastykki. Gerð er úrtaka á hnakkastykki þegar komið er áleiðis sem tekur húfuna inn í hnakkann, mótar hana og lengir hana aðeins að aftan. Teknar eru upp lykkjur í hliðum húfunnar og prjónaður skemmtilegur kragi með einungis sléttu / brugðnu prjóni og útaukningu.
Eyrun eru prjónuð þannig að teknar eru upp lykkjur á tvo sokkaprjóna og þau prjónuð í hring og mótuð. Hægt er að sleppa því að prjóna eyru og festa á tvo dúska eða leyfa einfaldleikanum að njóta sín og hafa hana án alls skrauts.

Ef þig vantar aðstoð eða þarft að koma skilaboðum áleiðis þá endilega sendu mér e-mail á snaelands@gmail.com