Hliðar saman hliðar by Sigurlaug Hauksdóttir

Hliðar saman hliðar

Knitting
April 2023
both are used in this pattern
yarn held together
Light Fingering
+ Lace
= Light Fingering ?
14 stitches and 16 rows = 4 inches
US 8 - 5.0 mm
US 7 - 4.5 mm
1312 - 1750 yards (1200 - 1600 m)
One size - easily altered
Icelandic
This pattern is available for €6.00 EUR buy it now

Opin peysa – prjónuð til hliðar.

Peysan er gefin upp í einni stærð sem auðvelt er að auka við eða minnka, allt eftir óskum prjónara. Uppskriftin gefur hins vegar lykkjufjölda á tveim mismunandi síddum. Magnið sem gefið er upp í peysuna á að nægja í rúmgóða peysu sem passar flestum. Kaupa þarf meira garn ef peysan þarf að vera víðari en u.þ.b. 115-120 sm. Peysan á að vera víð og þægileg.

Haldið er saman tveim þráðum af Holst Supersoft og einum af Holst Titicaca. Styttri útgáfa peysunnar er prjónuð úr Holst Cielo og Lang Cloud sem er litaskipt. Metrarnir sem gefnir eru upp eru miðaðir við einn þráð, þannig ef tekin er stærri peysan sem tekur 1600 metra, þá þýðir það að kaupa þarf 1600 metra af Holst Titicaca (150 gr) og 3200 metra af Holst Supersoft sem er notað tvöfalt í peysuna (400 gr). Vilji prjónari nota annað en uppgefið garn í peysuna mæli ég með að nota garn sem er dálítið loftkennt/blásið svo það fylli upp í sjálft sig, vegna þess að prjónaaðferðin er svipaðs eðlis og klukkuprjón og vöffluprjón, þ.e. það er laust í sér.

Peysan er prjónuð á hlið út frá miðju sitt hvoru megin við munsturbekk sem prjónaður er fyrst á miðju baki. Þá eru teknar upp lykkjur meðfram kanti munsturbekksins og meðfram i-cord snúru sem prjónuð er með því að taka upp lykkjur og halda áfram með i-cord kantinn sitt hvoru megin á munsturbekknum. Sídd peysunnar ræðst af því hve langur þessi munsturbekkur á baki er, og víddin af því hve margar umferðir eru prjónaðar frá munsturbekk. Þegar æskilegri vídd hefur verið náð er ermi prjónuð í framhaldinu. Víddin er mæld með því að mæla frá miðju munsturbekks á baki út á kant og margfalda með 4. Fækkið eða fjölgið umferðum að eigin ósk. Bak og framstykki er prjónað saman á hliðum og undir höndum, og síðan fellt af með i-cord affellingu. Ermastroff er þá prjónað í hring. Ermar eru frekar stuttar og stroffið langt. Seinast er svo kraginn gerður með því að taka upp lykkjur meðfram i-cord köntum að framan og í hálsmáli, að lokum er svo fellt af með i-cord affellingu.

Uppskriftina er líka hægt að nálgast hjá höfundi á silla@grisara.is