patterns > Sit and Knit Lofoten Ravelry Store
> HULIN
HULIN
Hulin lambhúshetta var hönnuð sérstaklega fyrir hönnunarkeppni Prjónagleði 2022. Innblástur hönnunarinnar er sóttur í eigin vangaveltur um huldufólk samtímans Hvar er huldufólkið sem bjó í hólum og hæðum þar sem bær og borgir standa í dag? Lifir huldufólkið kanski meðal okkar? Huldufólk samtímans er fólk sem er upptekið af umhverfisvernd og sjálfbærni. Fólk sem nýtur náttúru Íslands, sem ferðast til að upplifa. Fólk sem lifir hinu urban lífi í steyptum frumskógi borganna. Fólk sem töfrar og leiðir. Hulið á meðal almennings. Munstur lambhúshettunar á að líkjast skarti huldufólks fortíðarinnar. Strengir silfurs sem fléttast saman.
Hulin lambhúshetta er prjónuð í tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 4,5 og 5mm. Lambhúshettan er aðsniðin og prjónuð neðanfrá og upp með ítölsku uppfiti, stroffi, gataprjóni og köðlum.
Að lokum er prjónað stroff við andlitsop og fellt er av er með ítalskri affellingu til að fá sem fallegastan frágang, en það liggja mörg góð myndbönd á youtube um hvernig slíkt uppfit og affelling er gerð.
Ef þú vilt hafa lambhúshettuna lausari og stærri þá getur þú notað þykkari prjóna, t.d. prjóna 5,5 og 6,0 mm enn hafðu þá í huga að þú þarft meira garn!
Mundu að gera prjónfestiprufu áður en þú byrjar!
Óska þér góðra stunda með prjónana og MAKE KNITS, NOT WAR!
Kveðja Unndís í Sit & Knit Lofoten
Stærðir: Ein stærð
Prjónfesta: 16 lykkjur á 10 cm
Prjónar: 4,5 og 5,0 mm hringprjónar (60-80 cm). Fyrir stærri hettu er farið upp um eina prjónastærð, þá 5,5 og 6,0 mm hringprjónar notaðir.
Garn: 100 g (200g í stærri) plötulopi frá Álafoss
16934 projects
stashed 13175 times
- First published: June 2022
- Page created: June 16, 2022
- Last updated: October 5, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now