patterns > Sit and Knit Lofoten Ravelry Store
> HULLAHOPP (adult)
HULLAHOPP (adult)
Hulla Hopp Toppur er prjónaður ofanfrá og niður. Fyrst eru forstykki og bakstykki prjónuð fram og til baka, hvert fyrir sig. Stykkin eru loks sameinuð og fitjaðar eru upp lykkjur undir ermum. Bolurinn er prjónaður slétt í hring þar til passlegri lengd er náð. Bolurinn endar með stroffi og ítalskri affel- lingu. Lykkjur eru teknar upp meðfram ermaopi og prjónaður er þunnur ermakkantur með stroffi. Uppfitslykkjur fram og bakstykkis ásamt nýjum lykkjum mynda hálskragann, sem er prjónaður með stroffi.
Athugið að Hulla Hopp Toppur hefur ca -5 cm neikvæða hreyfivídd. Mældu yfirvídd (yfir brjóst þar sem er breiðast) áður en þú setur í gang með toppin, til að ákveða hvaða stærð passar. Til dæmis ef þú mælist 94 cm yfir brjóstin, ættir þú að prjóna stærð M. Ef þú liggur á milli tveggja stærða, veldu minstu stærðina.
Mundu að prufa út prjónfestu áður en þú byrjar!
Eigðu góðar stundir með prjónana og MAKE KNITS, NOT WAR
Kveðja
Unndís í Sit & Knit Lofoten
Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL)
Yfirvídd: 76 (80) 86 (91) 94 (103) cm
Prjónfesta: 26 lykkjur á 3 mm prjóna = 10 cm
Prjónar: Hringprjónn 2,5 mm (60 eða 80 cm) og hringprjónn 3 mm (60 eða 80 cm)
Garn: 200 (200) 250 (300) 350 (350) gr Lille lerke
1554 projects
stashed 1055 times
- First published: September 2020
- Page created: September 19, 2022
- Last updated: October 5, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now