Hvunndagurinn by Sigurlaug Hauksdóttir

Hvunndagurinn

Knitting
February 2024
Aran (8 wpi) ?
20 stitches and 25 rows = 4 inches
US 4 - 3.5 mm
109 - 175 yards (100 - 160 m)
one size
Icelandic
This pattern is available for €3.00 EUR buy it now

Hvunndagshúfa sem hentar flestum. Einföld húfa eða húfa með uppbrettum kanti, sem ætti að passa flestum enda mjög teygjanleg prjónuð í 2x2 brugningu. 1 dokka ætti að duga í húfu án kants, mörgum finnst slíkar þægilegri enda fyrirferðarminni undir hettu eða vinnuhjálma. En kaupa þarf 2 dokkur í húfu með uppbrettum kanti.
Sé viðkomandi mjög höfuðstór þarf að prjóna 1-2 sm til viðbótar, mátið ef þið eruð í vafa hve mikið aukavíddin tekur til sín. Meðalhöfuðstærð fullorðinna er um 58-60 sm
Lítið mál er að gera húfur á litla fólkið eftir þessari uppskrift, með því að velja þá fínna garn og prjóna.

Í stað Filcolana Peruvian er hægt að nota flest annað ullargarn í sambærilegum grófleika, svo sem eins og Drops Karisma eða Lima, eða bara léttlopann okkar.

Sem fyrr, þá er einnig hægt að nálgast uppskriftir mínar hjá mér með því að hafa samband við mig beint í silla@grisara.is