Inga og Óli kanínukrakkar by Arnygurumi - Arny Hekla Marinosdottir

Inga og Óli kanínukrakkar

Crochet
November 2014
Pima gloss Strikkenbogen
Worsted (9 wpi) ?
Icelandic
This pattern is available for $7.50 USD buy it now

Heklfesta skiptir ekki máli í amigurumi hekli. Það þarf þó að gæta þess að heklunálin sé af þeirri stærð að efnið verði nógu þétt til að ekki sjáist tróð í gegnum heklið.

Stærð fígúrunnar ræðst af því hversu gróft garnið er og hversu stór heklunálin er.

Það er hægt að nota flestallar garntegundir í amigurumi hekli. Hérna eru nefndar nokkrar tegundir en það er um að gera að prófa sig áfram og finna það sem þykir best :-)

ATH

Það eru innsláttarvillur á þremur stöðum í uppskriftinni, fyrir fæturnar (á bls. 76 í bókinni).Það eru óþarfa hornklofar búnir að lauma sér inn í umferðum 6, 10 og 13 sem eiga barasta ekkert að vera þar. Án þeirra eru umferðirnar réttar.

Svona eru umferðirnar sem sagt:

  1. umf. Heklið 1 FL x 6, ÓÚ x 6, 1 FL x 6. (18 L)
  2. umf. Heklið 1 FL x 6, ÓÚ x 2, 1 FL x 4. (10 L)
  3. umf. Heklið ÓÚ, 1 FL x 3, ÓÚ, 1 FL x 3. (8 L)