patterns > Vinda Knits Ravelry Store
> Innigolla
Innigolla
Gollan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka. Byrjað er á því að prjóna bakstykkið með því að fitja upp lykkjur aftan á hálsmáli sem fjölgar svo smám saman eftir því sem bakstykkið stækkar. Þegar búið er að prjóna bakstykkið niður fyrir handveg eru lykkjurnar geymdar á lykkjusnúru á meðan hægra og vinstra framstykki eru prjónuð með því að taka upp lykkjur meðfram hallanum á öxlunum á bakstykkinu. Þegar bæði framstykkin hafa verið prjónuð niður fyrir handveg eru allar lykkjur á framstykkjunum og bakstykki sameinaðar á stóran hringprjón og bolurinn prjónaður niður. Ermar eru prjónaðar með því að taka upp lykkjur í hring frá handvegi. Að lokum eru hnappalistarnir prjónaðir með því að taka upp lykkjur meðfram hægra framstykki, hálsmáli og vinstra framstykki.
Innigollan kemur í átta stærðum. Gott er að skoða vel yfirvíddina þegar þið veljið stærð. Ég mæli með að hafa u.þ.b. 10–15 cm hreyfivídd, sem þýðir að gott er að velja stærð sem er 10–15 cm víðari en ummálið á búknum þar sem hann er breiðastur. Passið svo bara að gera prjónfestu-prufu og munið að það er nauðsynlegt að gera prufuna með þeirri áferð sem er lýst í uppskriftinni.
Grunnupplýsingar
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Yfirvídd: 104 (109) 114 (119) 124 (134) 139 (149) cm
Lengd á bol að aftan (að hálsmáli frátöldu): u.þ.b. 50 (52) 54 (57) 59 (61) 63 (65) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 40 umferðir með aðferðinni sem er notuð í uppskrift-inni á 4 mm prjóna
Garn
Saga frá Filcolana: 200 (200) 250 (250) 250 (300) 300 (350) gr (300m/50gr) með Silk mohair frá Isager: 150 (150) 150 (175) 200 (225) 250 (250) gr (212m/25gr)
eða…
Tvinni frá Isager: 200 (200) 250 (250) 300 (300) 350 (350) gr (510m/100gr) með Brushed lace frá Mohair by Canard: 150 (150) 150 (175) 200 (225) 250 (250) gr (212m/25gr)
Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (60 og 80–100 cm), 3,5 mm (80–100 cm) og 3 mm (80–100 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 3,5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)
4428 projects
stashed 3027 times
1064 projects
stashed 538 times
15889 projects
stashed 7087 times
1104 projects
stashed 637 times
- First published: November 2023
- Page created: November 15, 2023
- Last updated: November 15, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now