patterns > Edda Lilja Guðmundsdóttir's Ravelry Store
> Þinur
Þinur
Peysan Þinur er hönnuð sérstaklega fyrir samprjón Garnbúðar Eddu sem fer af stað þann 8.júlí 2023. Samprjónið ber nafnið Jól í júlí og byrjar með risa uppfitji partýi í Hjarta Hafnarfjarðar í samstarfi við Bæjarbíó og Tilveruna veitintastað.
Aðgöngumiðar í partýið eru seldir hér: tix.is
Með aðgöngumiða fylgir uppskrift og þú færð hana senda á ravelry líka.
EFNI OG ÁHÖLD
Le petit lambswool (50gr/249m) og Le petit silk & mohair (25gr / 210m) haldið saman.
Grænt sýnishorn
Litur A: Forest green í lambswool og dark green í petit silk haldið saman.
Litur B: Candy bonbon í lambsull og rose grey í petit silk haldið saman.
4 og 5 mm hringprjónar, 80 cm eða prjónar sem þarf til að ná prjónfestu.
5mm hringprjónar, 40 cm (í hálsmál og ermar)
Sokkaprjónar í stroff á ermum ef ekki er notuð magic loop aðferðin
1 prjónamerki fyrir byrjun umferðar
STÆRÐIR OG GARNMAGN
Stærðir: 1 (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8)
Ummál brjóst (ummál peysu): 85 (93, 102, 110, 119, 129, 139, 149)
Aðallitur metrar (x2 ef notaðir eru 2 þræðir): 574 (636, 697, 752, 807, 875, 943, 1012)
Aukalitur Metrar (x2 ef notaðir eru 2 þræðir): 70 (78, 86, 92, 99, 107, 116, 124)
PRJÓNFESTA
16 lykkjur slétt = 10 cm.
ATHUGIÐ! Prjónastærð er valin út frá prjónfestu. Prjónfestan í þessu verkefni er: 16 lykkjur yfir 10 cm. Ef fast er prjónað er mælt með prjóni nr. 5,5 og ef laust er prjónað er mælt með prjóni nr. 4,5.
6179 projects
stashed 6048 times
3022 projects
stashed 1797 times
- First published: July 2023
- Page created: June 14, 2023
- Last updated: June 22, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now