patterns > Sveina Björk Jóhannesdóttir's Ravelry Store
> Ívera
Ívera
English version coming soon
Jakkapeysa í Kimono stíl
Hugmyndin að þessari peysu var frekar einföld, mig langaði í þægilega peysu, opna og sem myndi ekki falla út af öxlunum þótt mikið gangi á. Ég valdi Devonia frà John Arbon sem er eitt af mínu uppáhalds garni og paraði það með móher silki frá Ito. Að sjálfsögðu er hægt að nota hvaða garn sem er svo lengi sem þið náið prjónfestunni. Síddin réðist af því að ég er mikil kjólakona og þessi sídd er fullkomin sem kjólapeysa. Þar sem peysan er prjónuð ofan frá og niður er mjög auðvelt að máta og bæta við sídd eftir þörfum.
Garn
Devonia DK og Ito sensai haldið saman, Holst Cielo eða það garn sem þið náið prjónfestu með.
Prjónfesta 18l á 10cm í munstri á prj 5mm
Prjónastærð 5mm
St 1-2-3-4-5
Yfirvídd peysu er 120cm, 140cm, 160cm, 180cm, 200cm og gert er ráð fyrir að taka st sem er ca 20-40cm meiri en brjóstmál segir til um. Bleika peysan er með 40cm yfirvídd og græna með 35cm yfirvídd.
Garnmagn ca 1000-1100-1200-1300-1400m af hvoru garni fyrir sig ef haldið er tveim þráðum saman.
Byrjað er á að gera snúru. Bakstykkið og framstykkið er svo tekið upp frá snúrunni. Ef þið viljið að snúran sé með öðrum lit þá gerir það skemmtilegan svip en er ekki nauðsynlegt. Í bleiku peysunni var notaður annar litur af móher þræðinum í snúruna.
10591 projects
stashed 7252 times
622 projects
stashed 633 times
542 projects
stashed 397 times
- First published: February 2022
- Page created: February 15, 2022
- Last updated: February 15, 2022 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now