patterns > Buffalo Ása Designs
> Jöklarós
Jöklarós
Uppskrift þessi var hönnuð af Ásu Hildi Guðjónsdóttur fyrir leynisamprjón hjá Prjónakistunni á Facebook í desember 2019.
Þetta eru fullorðins fingravettlingar í 3 stærðum S, M, L.
Uppskriftin er hönnuð með 5 liti í huga en vel er hægt að hafa þá færri ef ykkur sýnist svo.
Garnið sem við notuðum er frá Jamison og Smith 2ply jumper weight sem er 25 g og 115 m, það fæst í Litlu Prjónabúðinni. Einnig höfum við notað Pip colourwork sem er 25 g og 116 m, það fæst í Storkinum.
Auðvita má nota annað garn þar sem þið náið sömu prjónfestu. Mér finnst vettlingarnir njóta sín best í garni sem er dálítið „rustic“ þ.e. ekki mikið unnið. Framleiðandinn segir að það sé sambærilegt í grófleika og fingering garn þ.e. 50 g og 200 – 230 m.
Prufuprjónararnir mínir prufuðu sig áfram með ýmislegt garn td. Kambgarn og Idu og það kom vel út en gæta þarf þá vel að prjónfestunni til að stærðirnar verði réttar.
28028 projects
stashed 42324 times
- First published: January 2020
- Page created: January 19, 2020
- Last updated: January 19, 2020 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now