patterns >
Nanna Einarsdóttir's Ravelry Store
> Jólakattahúfa
![](https://images4-g.ravelrycache.com/uploads/nannaeinarsdottir/889510424/IMG_20201212_190041_548_thumbnail.jpg)
![](https://images4-f.ravelrycache.com/uploads/nannaeinarsdottir/889510424/IMG_20201212_190041_548_small2.jpg)
![](https://images4-f.ravelrycache.com/uploads/nannaeinarsdottir/889510422/IMG_20201202_215104_337_small2.jpg)
![](https://images4-g.ravelrycache.com/uploads/nannaeinarsdottir/889510423/IMG_20201202_215104_333_small2.jpg)
Jólakattahúfa
Upplýsingar
Jólakattahúfan er skotthúfa með kattamynstri og dúsk. Stroffið er prjónað fyrst, ýmist einfalt eða í tvöfaldri lengd, brotið saman og prjónað niður. Þá tekur við kattamynstrið og svo prjónað slétt í hring þar til kemur að úrtökum. Tekið er úr jafnt og þétt yfir umferðina og prjónaðar sléttar umferðir milli úrtökuumferða til að mynda skottið á húfunni. Prjónuð er stutt i-cord snúra og svo festur dúskur á. Að lokum eru saumuð nokkur lykkjuspor til að klára kattamynstrið.
Stærðir
Þar sem uppskriftin er smíðuð í kringum kisumynsturbekkinn eru mismunandi stærðir fengnar með því að prjóna með garni og prjónum sem gefa mismunandi prjónfestu. Þetta er gert til að lykkjufjöldinn sem fitja skal upp sé sá sami fyrir allar stærðir.
Aldur: 1-3 (3-6) 6-9 ára
Prjónfesta: 26 (25) 24 lykkjur/10 cm
Ummál höfuðs: 48 (50) 52 cm
Ummál húfu: 43 (45) 47 cm
Garn og prjónar
Húfan á myndinni er í stærð 1-3 ára og prjónuð úr Sandnes Merinoull (50 g = 105 m) á prjóna nr. 3 sem gefur prjónfestu 26 lykkjur/10 cm. Athugið að uppgefin prjónfesta garnsins er 22 lykkjur/10 cm, en húfur eru gjarnan prjónaðar þéttar til að þær sitji vel á höfði.
Sama garn virkar líka fyrir stærri stærðirnar, en þá með stærri prjónum til að gefa lægri prjónfestu.
Rautt (litanr. 4236): 100 (150) 150 g
Hvítt (litanr. 1015): 50 (50) 50 g
Mælt er með því að gera prjónfestuprufu, þvo hana og mæla áður en hafist er handa við prjónið til að kanna hvort að prjónfestan passi.
5971 projects
stashed
2748 times
- First published: December 2020
- Page created: November 27, 2022
- Last updated: November 28, 2022 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now