Júní by Helga Th

Júní

Knitting
March 2024
Fingering (14 wpi) ?
29 stitches and 39 rows = 4 inches
in Stockinette
US 2½ - 3.0 mm
US 4 - 3.5 mm
875 - 2406 yards (800 - 2200 m)
Peysan er gefin upp í 9 stærðum
Icelandic
This pattern is available for $8.00 USD
buy it now or visit pattern website

Júní er hlý og mjúk sumarpeysa sem innifelur margvíslega prjóntækni. Peysan er úr 100% ullarfínbandi sem gerir hana afar létta en jafnframt hlýja. Hún er prjónuð ofan frá og niður og auðvelt er að víkka og/eða síkka eftir óskum. Júní er einstaklega falleg yfir kjóla en nýtur sín líka vel með gallabuxum. Peysuna er hægt að prjóna með 2 litum eða fleirum og í uppskriftinni er ekki gefið upp nákvæmlega hvað margar umferðir á að prjóna á milli litaskipta. Litaval og litaskiptingar eru í höndum þess sem prjónar með þá reglu að gatasnar er notað til að skipta á milli randa í. Peysan er gefin upp í 9 stærðum.