patterns > Gudlaug M. Juliusdottir's Ravelry Store
> Ljónshjarta vettlingar
Ljónshjarta vettlingar
Takk fyrir að kaupa eintak af Ljónshjarta vettlingunum. Þar sem að mynstrið minnti mig á gamaldags, konunglegt mynstur fannst mér rétt að skíra þá Ljónshjarta með skírskotun til hins konunglega Ljónshjarta hið forna.
Ljónshjarta vettlingarnir eru hannaðir eins og norsku Selbu vettlingarnir, með mynsturprjóns bekk í staðinn fyrir hefðbundið stroff við úlnlið og útaukningu fyrir þumalinn inni í lófanum. Mynstrið er nokkuð auðvelt að læra utanbókar og ætti að henta vel bæði byrjendum og lengra komnum. Þetta mynstur kemur betur úr þegar það er prjónað frekar þétt þannig að ég nota prjóna 2,25 til að ná áferðinni eins og ég vildi hafa hana og með því móti kemur mynstrið út eins og að það sé málað á garnið!
Sýniseintakið í uppskriftinni er prjónað úr Navia Duo garninu á hringprjón með magic loop aðferðinni en að sjálfsögðu er einnig hægt að nota sokkaprjóna. Prufuprjónararnir mínir notuðu alls konar annað garn, td. Jamieson´s & Smith 2 ply.
Í bili er bara hægt að fá þessa uppskrift á íslensku en mig langar til að þýða hana á ensku við tækifæri.
Ummál: 20 cm
Lengd: Hægt að aðlaga lengd eftir þörfum
Prjónastærð: 2,25 mm eða sú stærð sem hentar til að ná réttri prjónafestu.
Garn: Í sýniseintakið var notað Navia Duo en allt svokallað “fingering” garn hentar, mælt er með að nota ómeðhöndlaða hreina ull.
Litur A: 50 gr.
Litur B: 50 gr.
28334 projects
stashed 42790 times
29626 projects
stashed 51707 times
1619 projects
stashed 1410 times
- First published: November 2018
- Page created: October 30, 2018
- Last updated: October 30, 2018 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now