patterns > Brynja Björk's Ravelry Store
> Matthildur peysa
Matthildur peysa
Oft er hægt að nota sömu prjónauppskrift fyrir barn og fullorðna einfaldlega með því að skipta um prjónastærð.
Þessi uppskrift er gerð fyrir 3mm, 4mm og 5mm prjóna og þar með henta stærðirnar fyrir eins árs og upp í fullorðins.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Stuttar umferðir eru gerðar á bakstykki til að hækka hálslíninguna fyrir fallegra snið.
Munstrið er prjónað eftir teikningu. Þegar búið er að skipta niður í ermar og búk er komið að þér að skína. Valið er þitt hvernig þú lýkur við peysuna.
Möguleikarnir eru endalausir!
Prjónar.
Hringprjónar 40cm og 80 cm. 3 mm, 4 mm eða 5 mm, eftir því hvaða stærð þú ætlar að prjóna.
Garn.
Veldu garn sem passar fyrir þá prjónastærð sem þú ætlar að nota. Athugið, ef peysan á að vera síð þarf meira af lit A.
Litur A – 500, 580, 650, 700 metrar.
Litur B – 60, 70, 80, 90 metrar.
Litur C – 50, 55, 65, 80 metrar.
- First published: March 2024
- Page created: March 24, 2024
- Last updated: May 20, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now