Maxímús Músíkús by Tinna Thórudóttir

Maxímús Músíkús

no longer available from 1 source show
Crochet
August 2013
Icelandic

ONLY AVAILABLE IN ICELANDIC FOR NOW

Þau Haffí og Tóti, höfundar Maxímúsar, komu að máli við mig fyrir nokkru og báðu mig um að gera heklaða útgáfu af Maxímús. Mér þótti þetta hinn mesti heiður o þar sem þetta er vitanlega nokkuð frægt nagdýr. Þá þótti mér ótrúlega skemmtilegt að fá að vera með í þessu frábæra og alíslenska verkefni, fyrir utan hvað hann Maxímús er sjúklega sætur. Hér er því kominn hinn heklaði Maxímús og vonandi fellur hann vel í kramið hjá jafnt ungum sem öldnum tónlistarunnendum landsins sem og ykkur, kæru heklarar.

Garn: Eftir smekk, ég notaði annars vegar lamaullina frá Strikkebogen (2 dokkur) fæst í Litlu Prjónabúðinni, og hins vegar Satúrnus (30 g=, fæst t.d. í Ömmu Mús.

aðföng: Svart bómullargarn til útsaums á andliti og tróð.

Heklunál nr 3,5 fyrir lamaullina og nr 2,5 fyrir Satúrnus, gott er að nota minni nál en vanalega þegar hekla á bangsa svo heklið verði ekki gisið.