patterns > Litli prins Ravelry Store
> Óvænt heilgalli
Óvænt heilgalli
Þessi galli er með sama fallega mynstrinu og aðrar uppskriftir í Óvænt-línunni.
Gallinn er prjónaður ofan frá og niður með útaukningum í laska. Hann er prjónaður fram og til baka þar til kemur að klofstykki en þá er tengt í hring. Skálmar eru prjónaðar hvor í sínu lagi og ermar einnig. Tölulisti er prjónaður jafnóðum.
Mynstur er á berustykki bæði á fram- og bakstykkjum sem tengist undir höndum en ermar eru prjónaðar slétt.
STÆRÐIR
Nýburar / 0-3 mán / 3-6 mán / 6-9 mán / 9-12 mán / 1 árs / 2 ára / 3 ára
UMMÁL BOLS
48 / 51 / 55 / 58 / 60 / 64 / 64 / 65 cm
GARN
Woolly frá Jord Clothing eða það garn sem passar prjónafestunni.
150, 200, 200, 250, 250, 300, 350, 350 gr
Athugið að ef annað garn er valið getur það haft áhrif á stærð flíkurinnar auk þess sem magnið gæti breyst.
PRJÓNAR
Hringprjónar, 40 eða 60 cm # 3,5 og 4,0 (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
Sokkaprjónar # 3,5 og 4,0
PRJÓNAFESTA Í SLÉTTU PRJÓNI
22 L = 10 cm (sannreynið prjónfestu og breytið um prjónastærð ef þarf)
ANNAÐ SEM ÞARF AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Nokkur prjónamerki
ca. 6-8 tölur
Skæri, nál
85 projects
stashed 41 times
- First published: April 2022
- Page created: May 25, 2022
- Last updated: July 16, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now