patterns > Arny Hekla - Ravelry downloads
> Rebbastelpa
Rebbastelpa
Verið velkomin í Facebook hópinn minn - Arnygurumi
Uppskriftirnar mínar eru allar á íslensku og í þeim eru margar myndir til útskýringa.
Þær hafa verið prófaðar af vönum heklurum og ættu því að vera nokkuð skotheldar.
Ég hef einnig útbúið tæknikafla sem fæst hér á Ravelry. Þar sem farið er yfir öll helstu grunnatriði í amigurumi hekli. Þar eru ýmis ráð, t.d. um litaskiptingu, hvernig á að sauma búta saman, vandaðan frágang og fleira bæði útskýrt með texta og myndum, frábært fyrir byrjendur
Mig langar til að biðja alla um að virða höfundarrétt og vera ekki að deila þessu sín á milli, það fer mikil vinna í að útbúa svona efni ❤
Hér eru hlekkir á tvö myndbönd sem ég hef útbúið og gætu komið þér að gagni:
Galdralykkja, upphafslykkja í flestum stykkjum:
Ósýnileg úrtaka, sem var ekki til í íslenskum leiðbeiningum þegra ég byrjaði að hekla amigurumi:
Stærð fígúrunnar er misjöfn eftir því hvaða garn er notað og stærð heklunálar.
Ég hvet alla til að velja sér það garn og þá liti sem þau vilja uppáhalds garnið mitt er bómullargarnið Catona frá Scheepjes sem fæst í Handverkskúnst og heklunál nr 3 (ef þú heklar laust mæli ég með nál nr. 2,5)
17266 projects
stashed 22259 times
- First published: December 2021
- Page created: January 21, 2022
- Last updated: November 5, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now