patterns > Gudlaug M. Juliusdottir's Ravelry Store
> REO mittens
REO mittens
Takk fyrir að kaupa eintak af REO vettlingunum, sem eru fyrstu vettlingarnir sem ég hannaði. Ég skírði þá REO vegna þess að mynstrið er töluvert “retro”-eða gamaldags og geometrísk í uppbyggingu.
Það væri virkilega gaman ef þið mynduð nota myllumerkið #reomittens á samfélagsmiðlum þegar þið setjið inn myndir af vettlingunum ykkar, því mig langar virkilega til að sjá hvernig þið ákveðið að hafa vettlingana ykkar!
REO vettlingarnir eru hannaðir eins og norsku Selbu vettlingarnir, með mynsturprjón í stað hefðbundins stroffs við úlnlið og útaukningu fyrir þumalinn inni í lófanum, Mynstrið er auðvelt að læra utanbókar og virkilega ávanabindandi! Ég spái því að þið munið vilja prjóna þá í nokkrum litasamsetningum og þeir eru afskaplega hentugir í gjafaprjón. Þetta mynstur kemur betur út þegar það er prjónað frekar þétt þannig að ég notaði prjóna nr.2.25 til að ná áferðinni eins og ég vildi hafa hana.
Sýniseintökin eru prjónuð úr Navia Duo á hringprjón með magic loop aðferðinni en að sjálfsögðu er einnig hægt að nota sokkaprjóna.
Það stendur til að þýða þessa uppskrift einnig á ensku og gefa hana út á ravelry.
Ummál: 20 cm.
Lengd: Hægt að aðlaga lengd eftir þörfum.
Prjónastærð: 2,25 eða sú stærð sem hentar til að ná réttri prjónafestu.
Garn: Í sýniseintökin voru notuð Navia Duo en allt svokallað “fingering” garn hentar, sem er úr hreinni ull.
Litur A: 50 gr.
Litur B: 50 gr.
Dæmi um garn sem hægt er að nota:
Navia Duo
Jamieson and Smith 2ply jumper weight
Jamieson´s spindrift
Rauma PT2
Snælda 3tr
28334 projects
stashed 42790 times
28040 projects
stashed 17585 times
29626 projects
stashed 51707 times
1619 projects
stashed 1410 times
1177 projects
stashed 802 times
- First published: August 2018
- Page created: August 26, 2018
- Last updated: August 26, 2018 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now