Royal barnapeysan by Nanna Einarsdóttir

Royal barnapeysan

Knitting
November 2021
Aran (8 wpi) ?
18 stitches and 22 rows = 4 inches
US 7 - 4.5 mm
766 - 1203 yards (700 - 1100 m)
2-4 (4-6) 6-8 (8-10) 10-12 ára
Icelandic

Upplýsingar
Royal barnapeysan er prjónuð í hring, ofan frá og niður. Hálsmálið er prjónað fyrst í tvöfaldri lengd, brotið saman og prjónað niður. Berustykkið er mótað með 4 jöfnum útaukningum ásamt því að upphækkun er prjónuð aftan á hálsmáli með stuttum umferðum. Þegar berustykki er lokið eru ermar settar á hjálparbönd, bolurinn prjónaður áfram og endað í mynsturbekk sem innifelur úrtökur og stroff. Því næst eru ermalykkjur teknar af hjálparbandi og ermar prjónaðar þar til endað er í styttri mynsturbekk með áþekkri úrtöku og á bolnum.

Uppskriftin er hönnuð þannig að þægilegt er að lengja bol eða ermar sé þess óskað. Einnig er hægt að leika sér með liti og mynsturkafla að vild.

Stærðir
2-4 (4-6) 6-8 (8-10) 10-12 ára
Bringumál: 54 (58) 62 (68) 74 cm
Yfirvídd peysu: 67 (73) 80 (87) 93 cm
Ermalengd: 24 (28) 30 (33) 36 cm
Ermavídd: 27 (27) 27 (33) 33 cm
Sídd peysu frá hálsmáli: 35 (38) 41 (44) 47 cm

Garn og prjónar
Peysan er prjónuð úr Håndværksgarni frá Hjelholts Uldspinderi (100 gr = 200 m), en nota má annað garn með áþekka prjónfestu sem heldur sér vel, t.d. Léttlopa eða annað ullargarn.

Prjónfesta: 18 lykkjur x 22 umferðir = 10 x 10 cm á 4.5 mm prjóna.

Mælt er með því að gera prjónfestuprufu, þvo hana og mæla áður en hafist er handa við prjónið til að kanna hvort að lykkju- og umferðafjöldi standist. Ef önnur víddin er of há og hin of lág, má vera að það lagist við að þvo peysuna og leggja hana til. Ef hins vegar bæði lykkju- og umferðafesta eru of háar eða of lágar þarf að fara upp eða niður um prjónastærð.

Áætluð garnþörf:
150 (150) 150 (200) 250 g af lit A,
100 (100) 100 (100) 150 g af lit B og
100 (100) 100 (100) 150 g af lit C.

Prjónar:

  • 4.5 mm hringprjónn af lengd 60 cm
  • 4.5 mm hringprjónn af lengd 40 cm
  • 4.5 mm sokkaprjónar

(Eða prjónastærð sem gefur rétta prjónfestu)

Ath: Hægt er að nota 80 eða 100 cm hringprjón til að prjóna alla peysuna ef Magic loop aðferðin er notuð

Aukahlutir:

  • 2 prjónamerki