patterns > María Heklbók
> Silkitoppur
Silkitoppur
---ONLY AVAILABLE IN ICELANDIC FOR NOW -----
Það er fátt betra en að klæða nýfætt ungabarnið sitt í litla heimagerða silkihúfu - nema þá kannski helst að hafa þau að öðru leyti klædd frá toppi til táar í heimahekluð og prjónuð ullarföt. Prjónaðar silkihúfur hafa verið vinsælar síðustu ár og því þótti mér kominn tími til að hanna eina slíka, heklaða. Þetta er útkoman, litli silkitoppurinn minn, einföld fastalykkju hjálmúfa með röndóttri áferð sem nýtur sín vel í silkinu. Vonandi líka ykkur hún jafn vel og mér. Ég er ekki frá því að það fari aðeins að klingja þegar maður handfjatlar hana!
Garn: Jaipur fino silkiband frá BC garni, 1 hespa eða kefli.
fæst í Storkinum, Litlu Prjónabúðinni og Ömmu Mús.
það fara u.þ.b. 20 g (25 g) 30 g í hverja húfu, svo hægt er að gera tvær húfur úr einu kefli.
1617 projects
stashed 1430 times
- First published: September 2013
- Page created: March 5, 2014
- Last updated: May 25, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now