patterns > Edda Lilja Guðmundsdóttir's Ravelry Store
> Skári prjónuð
Skári prjónuð
Húfan er prjónuð fram og til baka í garðaprjóni (s.s. Slétt á réttu og slétt á röngu). Húfan er prjónuð þvert, eða s.s. upp og niður í raun og kollurinn mótast með stuttum umferðum í gegnum alla húfuna. Munstrið er prjónað með myndprjóni sem er alls ekki flókið og skiptir bara máli hvernig skipt er á milli lita í umferðum og er sýnt hér fyrir neðan.
Prjónað er með garni í DK grófleika þar sem miðað er við að ca 100gr eru cm 225 m. Litur A: 47gr (í sýnishorni: POP frá Hip Knit Shop: Milk and Cookies) (41 gr í styttri útgáfu) Litur B: 5 gr (í sýnishorni: POP frá Hip Knit Shop: Chocolate toffee)
Litur C: 12 gr (í sýnishorni: POP frá Hip Knit Shop: Salted caramel)
Litur D: 6 gr (í sýnishorni: Merino DK frá Vatnsnes Yarn: Karol)
Litur E: 10 gr (í sýnishorni: Milburn DK frá Eden Cottage: Steel)(Má sleppa í kollhúfu)
Í kollhúfu er nóg ein 50 gr dokka í aðallit (112m) en í hærri húfunni sem er svona smá “slouchy” þarf auka 10 gr í viðbót af aðallit…. eða eins og ég gerði þá fann ég afgang sem náði 10 gr í lit sem var bara rosalega svipaður aðallitnum.
172 projects
stashed 101 times
- First published: June 2022
- Page created: June 14, 2022
- Last updated: June 14, 2022 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now