patterns > Litli prins Ravelry Store
> Sóley ungbarnasett
Sóley ungbarnasett
Í Sóleyjarsettinu eru buxur, peysa og tvær húfur – af því að sumir vilja „venjulega“ húfu, en aðrir vilja kjusu.
Tvenns lags útfærslur eru á mynstrinu (A eða B) þannig að hver og einn getur valið það sem þeim líst betur á.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og tilbaka. Munstur er á bol og neðst á ermum.
Tölulisti er prjónaður eftirá.
Buxurnar eru prjónaðar í hring, ofan frá og niður með stuttum umferðir til að gera pláss fyrir bleiuna. Skálmar eru prjónaðar hvor í sínu lagi. Í mittinu er strengurinn festur niður að innanverðu og band þrætt inn í hann ef vill. Munstur er prjónað neðst á skálmar.
Hjálmhúfan er prjónuð í hring með mynsturrönd að framan. Með úrtökum og útaukningum fær húfan þetta fallega og sígilda lag sem alltaf er svo vinsælt og hentugt. Böndin eru svo prjónuð í lokin.
Kjusan er fyrst prjónuð fram og tilbaka en svo er tengt í hring. Mynstur er prjónað alla leið allt þar til kemur að úrtöku aftan á kollinum.
89 projects
stashed 47 times
- First published: May 2020
- Page created: March 12, 2021
- Last updated: July 16, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now