patterns > Vinda Knits Ravelry Store
> Sólskinsbarnapeysa opin
Sólskinsbarnapeysa opin
Opna Sólskinsbarnapeysan er fjórða peysan í Sólskinspeysuseríunni. Sólskinspeysurnar eru léttar ullarpeysur með mynstri sem minnir á geisla sólarinnar. Fyrsta Sólskinspeysan var lokuð en fljót-lega ákvað ég að gera opnar útgáfur af peysunni því þær eru ekki bara fallegar heldur líka praktískar og nýtast eins og léttur jakki.
Stærðir: (1) 2 (4) 6 (8) 10 (12) ára
Yfirvídd: (58) 66 (73) 82 (86) 94 (97) cm
Lengd á bol að framan frá hálsmáli: (35) 39 (43) 48 (52) 55 (58) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 21 lykkja og 28 umferðir slétt prjón á 4 mm prjóna
Garn
Einn þráður Arwetta classic frá Filcolana: (100) 150 (150) 150 (200) 250 (250) gr (210 m/50 gr) og einn þráður Tilia frá Filcolana (50) 75 (75) 75 (100) 125 (125) gr (210 m/ 25 gr)
eða…
Einn þráður Merci frá Filcolana: (100) 150 (150) 150 (200) 250 (250) gr (200 m/50 gr) og einn þráður Alva frá Filcolana: (75) 75 (75) 100 (100) 125 (125) gr (175 m/ 25 gr).
Prjónar
Hringprjónar: 3 mm (u.þ.b. 60 og 80 cm) og 4 mm (u.þ.b. 60 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 3 og 4 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)
Annað
Tvö prjónamerki
(6) 6 (7) 7 (7) 8 (8) tölur u.þ.b. 1,5 cm í þvermál
Opna Sólskinsbarnapeysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Hnappalistarnir eru prjónaðir samhliða peysunni sjálfri og hnappagöt á hægri hnappalista. Fyrst er stroffið í hálsmálinu prjónað. Eftir það eru sett prjónamerki til að aðgreina hnappalistana frá öðrum lykkjum.
Þegar hálsmálið hefur verið prjónað er byrjað á sólargeislunum sem eru stuttir og langir til skiptis. Þeir eru myndaðir með því að taka lykkjur óprjónaðar á milli prjóna.
Þegar berustykkið hefur verið prjónað er lykkjunum skipt í ermar og bol. Ermalykkjurnar eru geymdar á hjálparbandi á meðan bolurinn er prjónaður fram og til baka. Að lokum eru ermarnar prjónaðar. Auðvelt er að lengja og stytta ermar og bol en þá þarf að hafa í huga að hnappagötin færast mögulega til eða það þarf að fækka eða fjölga tölum.
Uppskriftin að opnu Sólskinsbarnapeys-unni kemur út í sjö stærðum. Eins og alltaf er mikilvægt að skoða vel stærðirnar sem eru í boði. Málin sem eru gefin upp segja til um stærðirnar á peysunum sjálfum og ég hvet fólk til að skoða þau vel. Aldurinn sem er gefinn upp er ekki heilagur, börn eru auðvitað misstór eftir aldri og þegar velja á stærð skiptir mestu að yfir-víddin passi vel en hún segir til um ummálið yfir búkinn þar sem hann er breiðastur. Lengd á ermum og bol er alltaf hægt að breyta og auðvelt er að máta peysuna jafnóðum þar sem hún er prjónuð ofan frá og niður. Það getur verið skynsamlegt að bæta við garni ef þið hyggist lengja ermar eða bol og eins gætuð þið þurft að bæta við tölum ef þið lengið bol.
Það er aldrei hægt að leggja nógu mikla áherslu á hversu mikilvægt það er að gera prjónfestuprufu áður en þið byrjið. Farið upp um prjónastærð ef þið prjónið fastar en niður um prjónastærð ef þið prjónið lausar. Við viljum enda með flík í réttri stærð ekki satt! Gott er að hafa í huga að prjónfestan er stundum ólík eftir því hvort prjónað er í hring eða fram og til baka. Ef þið prjónið brugðnu lykkjurnar lausar en þær sléttu getur verið skynsamlegt að prjóna þær brugðnu með örlítið grennri prjóni en þær sléttu.
50128 projects
stashed 25271 times
14856 projects
stashed 5896 times
- First published: July 2023
- Page created: July 31, 2023
- Last updated: July 31, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now