patterns > Vinda Knits Ravelry Store
> Sólskinsbolur
Sólskinsbolur
Sólskinsbolurinn er fimmta uppskriftin í Sólskinslínunni frá Vindu. Upprunalega Sólskinspeysan var hlý ullarpeysa með munstri sem minnti á geisla sólarinnar. Sólskinsbolurinn er hinsvegar tilvalinn til að nota á íslenskum sumardegi þegar sólin skín, nú eða bara inni í upphituðum húsum eða undir úlpu! Uppskriftin er nokkuð byrjendavæn.
Sólskinsbolurinn er prjónaður ofan frá og niður. Fyrst er stroffið í hálsmálinu prjónað í hring. Eftir það er berustykkið prjónað með jöfnum útaukningum þannig að lykkjunum fjölgar á sama tíma og sólargeislarnir eru myndaðir með því að færa lykkjur óprjónaðar á milli prjóna.
Grunnupplýsingar
Stærðir: (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL) 4XL (5XL)
Yfirvídd: (89) 93 (97) 104 (111) 121 (133) 143 (157) cm
Lengd á bol að frátöldu stroffi í hálsmáli: (48) 51 (54) 57 (60) 63 (66) 69 (72) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 24 lykkjur og 38 umferðir slétt prjón á 3,5 mm prjóna
Garn
Eddugarn frá Garnbúð Eddu: (250) 300 (300) 300 (350) 350 (400) 400 (450) gr
Le Petit Organic Cotton frá Biches & Buches: (250) 300 (300) 300 (350) 350 (400) 400 (450) gr
Bolurinn á forsíðumyndinni er úr Eddugarni í litnum Vinda.
Prjónar
Hringprjónar: 3 mm (40 cm) og 3,5 mm (40 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 3 mm
21 projects
stashed 8 times
57 projects
stashed 33 times
- First published: March 2024
- Page created: March 2, 2024
- Last updated: May 4, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now