Sólskinspeysa opin by Gunnhildur Sigurhansdóttir

Sólskinspeysa opin

Knitting
July 2023
yarn held together
Lace
+ DK
= DK (11 wpi) ?
16 stitches and 23 rows = 4 inches
in stockinette stitch
US 6 - 4.0 mm
US 8 - 5.0 mm
820 - 1750 yards (750 - 1600 m)
(XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL) (4XL)
Icelandic
This pattern is available for $8.00 USD buy it now

Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Yfirvídd: 94 (100) 105 (114) 121 (126) 134 (139) cm
Lengd á bol að framan að meðtöldu hálsmáli: 54 (55) 57 (59) 62 (64) 66 (68) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna

Garn
Einn þráður Jensen frá Isager: 300 (300) 350 (400) 500 (550) 550 (600) gr / (250 m / 100 gr) og einn þráður Brushed lace frá Mohair by Canard (eða annar fylgiþráður): 100 (100) 125 (125) 125 (150)175 (175) gr (210 m / 25 gr)

eða

Einn þráður Pernilla frá Filcolana: (250) 300 (300) 350 (400) 400 (450) gr (175 m / 50 gr) og einn þráður Tilia frá Filcolana (eða annar fylgiþráður): (100) 100 (125) 125 (150) 150 (175) gr (210 m / 25 gr).
Græna peysan á forsíðunni er prjónuð úr Jensen í litnum 46s og Brushed lace í litnum Atlantic. Ljósa peysan á bls. 4 er prjónuð úr Pernilla í litnum Oatmeal Melange og Brushed lace í litnum Sand.

Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (u.þ.b. 60 og 100-120 cm) og 5 mm (u.þ.b. 60 og 100-120 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)

Annað
Tvö prjónamerki
6 (6) 6 (7) 7 (7) 7 (7) tölur u.þ.b. 2 cm í þvermál

Aðferð
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Hnappalistarnir eru prjónaðir samhliða peysunni sjálfri og hnappagöt á hægri hnappalista (séð frá manneskjunni sem klæðist peysunni). Fyrst er stroffið í hálsmálinu prjónað. Eftir þar eru sett prjónamerki til að aðgreina hnappalistana frá öðrum lykkjum. Þegar hálsmálið hefur verið prjónað er byrjað á sólargeislunum sem eru stuttir og langir til skiptis. Á sama tíma og geislarnir eru myndaðir eru gerðar útaukningar til að fjölga smám saman lykkjum í berustykkinu. Þegar berustykkið hefur verið prjónað er lykkjunum skipt í ermar og bol. Ermalykkjurnar eru geymdar á hjálparbandi á meðan bolurinn er prjón-aður. Að lokum eru ermarnar prjónaðar. Auðvelt er að lengja og stytta ermar og bol en þá þarf að hafa í huga að hnappagötin færast mögulega til eða það þarf að fækka eða fjölga tölum.