patterns > Vinda Knits Ravelry Store
> Sólskinspeysa opin
Sólskinspeysa opin
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Yfirvídd: 94 (100) 105 (114) 121 (126) 134 (139) cm
Lengd á bol að framan að meðtöldu hálsmáli: 54 (55) 57 (59) 62 (64) 66 (68) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 16 lykkjur og 23 umferðir slétt prjón á 5 mm prjóna
Garn
Einn þráður Jensen frá Isager: 300 (300) 350 (400) 500 (550) 550 (600) gr / (250 m / 100 gr) og einn þráður Brushed lace frá Mohair by Canard (eða annar fylgiþráður): 100 (100) 125 (125) 125 (150)175 (175) gr (210 m / 25 gr)
eða
Einn þráður Pernilla frá Filcolana: (250) 300 (300) 350 (400) 400 (450) gr (175 m / 50 gr) og einn þráður Tilia frá Filcolana (eða annar fylgiþráður): (100) 100 (125) 125 (150) 150 (175) gr (210 m / 25 gr).
Græna peysan á forsíðunni er prjónuð úr Jensen í litnum 46s og Brushed lace í litnum Atlantic. Ljósa peysan á bls. 4 er prjónuð úr Pernilla í litnum Oatmeal Melange og Brushed lace í litnum Sand.
Prjónar
Hringprjónar: 4 mm (u.þ.b. 60 og 100-120 cm) og 5 mm (u.þ.b. 60 og 100-120 cm)
Sokkaprjónar: 4 og 5 mm (eða langir hringprjónar fyrir magic loop aðferðina)
Annað
Tvö prjónamerki
6 (6) 6 (7) 7 (7) 7 (7) tölur u.þ.b. 2 cm í þvermál
Aðferð
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka, slétt á réttunni og brugðið á röngunni. Hnappalistarnir eru prjónaðir samhliða peysunni sjálfri og hnappagöt á hægri hnappalista (séð frá manneskjunni sem klæðist peysunni). Fyrst er stroffið í hálsmálinu prjónað. Eftir þar eru sett prjónamerki til að aðgreina hnappalistana frá öðrum lykkjum. Þegar hálsmálið hefur verið prjónað er byrjað á sólargeislunum sem eru stuttir og langir til skiptis. Á sama tíma og geislarnir eru myndaðir eru gerðar útaukningar til að fjölga smám saman lykkjum í berustykkinu. Þegar berustykkið hefur verið prjónað er lykkjunum skipt í ermar og bol. Ermalykkjurnar eru geymdar á hjálparbandi á meðan bolurinn er prjón-aður. Að lokum eru ermarnar prjónaðar. Auðvelt er að lengja og stytta ermar og bol en þá þarf að hafa í huga að hnappagötin færast mögulega til eða það þarf að fækka eða fjölga tölum.
1089 projects
stashed 553 times
14859 projects
stashed 5899 times
1833 projects
stashed 1121 times
6272 projects
stashed 3015 times
- First published: July 2023
- Page created: July 1, 2023
- Last updated: July 1, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now