patterns > Vinda Knits Ravelry Store
> Sólskinstoppur
Sólskinstoppur
Sólskinstoppurinn er sjötta uppskriftin í Sólskinslínunni frá Vindu. Upprunalega Sólskinspeysan var hlý ullarpeysa með munstri sem minntu á geisla sólarinnar. Sólskinstoppurinn er hinsvegar tilvalinn til að nota á íslenskum sumardegi, nú eða á djamminu!
Sólskinstoppurinn er prjónaður ofan frá og niður. Fram- og bakstykkið eru prjónuð í sitthvoru lagi fram og til baka. Á sama tíma eru sólargeislarnir myndaðir með því að færa lykkjur óprjónaðar á milli prjóna. Þegar komið er niður fyrir handveg eru stykkin tengd saman og bolurinn prjónaður í hring.
Grunnupplýsingar
Stærðir: (XS) S (M) L (XL) 2XL (3XL) 4XL (5XL)
Yfirvídd: U.þ.b. (84) 93 (99) 106 (113) 120 (133) 143 (155) cm
Lengd á bol frá hálsmáli: u.þ.b. (48) 51 (54) 57 (60) 63 (66) 69 (72) cm
Prjónfesta: 10 x 10 cm = 24 lykkjur og 38 umferðir slétt prjón á 3,5 mm prjóna
Garn
Eddugarn frá Garnbúð Eddu: (150) 150 (200) 200 (250) 250 (250) 300 (350) gr
Bambus/hör garn frá Hexhex (150) 150 (200) 200 (250) 250 (250) 300 (350) gr
Bolurinn á forsíðunni er úr Eddugarni í litnum Kólusinn.
Prjónar
Hringprjónar: 3 mm (40 cm) og 3,5 mm (40 og 80 cm)
Sokkaprjónar: 3 mm
20 projects
stashed 8 times
- First published: March 2024
- Page created: March 2, 2024
- Last updated: March 2, 2024 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now