Sparivettlingar by Gudlaug M. Juliusdottir

Sparivettlingar

Knitting
January 2019
Fingering (14 wpi) ?
32 stitches and 36 rows = 4 inches
US 1 - 2.25 mm
164 - 219 yards (150 - 200 m)
One size
Icelandic
This pattern is available for $3.00 USD buy it now

Sparivettlingarnir er uppskrift eftir Guðlaugu M. Júlíusdóttur.
Nafnið er komið af því að mynstrið er sparilegt með klassísku yfirbragði. Það er einnig sérlega ávanabindandi og því eru þessir vettlingar tilvaldir sem tækifærisgjafir í litla mjúka pakka.

Það væri virkilega gaman ef þið mynduð nota myllumerkið #sparivettlingar á samfélagsmiðlum þegar þið setjið inn myndir af vettlingunum ykkar, því mér finnst virkilega gaman að fylgjast með hvernig útfærslurnar eru á hönnuninni minni sem öðlast sitt eigið líf í ykkar höndum!

Sparivettlingarnir eru hannaðir eins og norsku Selbu vettlingarnir, með mynsturprjón í stað hefðbundins stroffs við úlnlið, en að sjálfsögðu er hægt að gera venjulegt slétt/brugðið stroff í staðinn. Útaukningin fyrir þumalinn er í lófanum. Þetta mynstur kemur betur út ef það er prjónað frekar þétt þannig að ég notaði prjóna nr.2,25 tli að ná áferðinni eins og ég vildi hafa hana.

Sýniseintakið er prjónað með Navia Duo garni á hringprjón með langri snúru og magic loop aðferðinni en að sjálfsögðu er einnig hægt að nota sokkaprjóna.

Ummál: 20 cm.

Prjónastærð: 2,25 mm eða sú stærð sem hentar til að ná réttri prjónafestu.

Garn: Í sýniseintakið var notað Navia Duo en allt svokallað “fingering” sokkagarn hentar.
Litur A: 50 gr.
Litur B: 50 gr.

Góða skemmtun!