patterns > Gudlaug M. Juliusdottir's Ravelry Store
> Stjörnuljóshúfa
Stjörnuljóshúfa
Stjörnuljóshúfan er uppskrift eftir Guðlaugu M. Júlíusdóttur og er nafnið komið af því að mynstrið minnir á stjörnuljós að vetri.
Í húfunni er einfaldur mynsturprjónsbekkur sem allir ættu að geta gert, bæði vanir og óvanir. Húfan er prjónuð með þykku garni þannig að hún er fljótleg og auðvelt er að nota afganga, t.d. í mynsturbekkinn. Einnig er hægt að halda fíngerðara garni tvöföldu til að fá sömu þykkt. Þar sem stroffið er ekki eins á réttunni og röngunni er boðið upp á tvenns konar stroff, annars vegar brett upp og hins vegar ekki. Ef fólk vill hafa hefðbundið 1 slétt/1 brugðin eða 2 sléttar/2 brugðnar stroff er það velkomið en stroffið í uppskriftinni er tilbreyting við hið hefðbundna og jafnvel tækifæri til að prófa nýja aðferð við að prjóna stroff.
Garn í sýnishorni:
Aðallitur (A): 45 gr./99 metrar og aukalitur (B): 12 gr/26 metrar. Hægt er að nota hvaða garn af DK (double knit) sem er í þessa húfu og einnig haldið fíngerðara garni (fingering) tvöföldu. Í sýningareintakið var notað garnið Knoll mohair tweed. Í sýnishúfunni voru notaðir litirnir Blueberry (2611) sem aðallitur (A) og ljósblái liturinn (B) er Tupilo (2624).
Prjónar og prjónafesta:
Hringprjónn eða sokkaprjónar. Í sýniseinakið voru notaðir 3.5 mm hringprjónn í stroff og 4,0 mm hringprjónn og prjónað með magic loop aðferðinni. Einnig er hægt að nota sokkaprjóna eða styttri hringprjón.
Athugið! Prjónastærð er valin útfrá prjónafestu. Prjónafestan í þessu verkefni er: 20 lykkjur yfir 10 cm.
Ef fast er prjónað er mælt með 4,0 mm og 4,5 mm prjónum og ef laust er prjónað er mælt með 3,0 mm og 3,5 mm prjónum.
Stærð:
Ummál: 56 cm.
Lengd: Hægt er að aðlaga lengdina eftir þörfum með því að fækka umferðum fyrir og eftir mynsturbekk.
Ein stærð sem passar á flesta, frá aldrinum 10 ára og uppúr. Ef þið viljið stækka eða minnka húfuna er hægt að fara upp eða niður um 10 lykkjur (eða margfeldið af 10) í uppfiti.
1207 projects
stashed 916 times
40589 projects
stashed 21766 times
87 projects
stashed 68 times
1822 projects
stashed 1911 times
- First published: October 2019
- Page created: October 28, 2019
- Last updated: February 13, 2020 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now