Tágar toppur by Sigurlaug Hauksdóttir

Tágar toppur

Knitting
July 2022
Sport (12 wpi) ?
24 stitches and 32 rows = 4 inches
US 3 - 3.25 mm
US 2 - 2.75 mm
722 - 1083 yards (660 - 990 m)
S - M - L - XL - XXL (yfirvídd 86, 96, 106, 118 og 130 sm)
Icelandic
This pattern is available for €6.00 EUR buy it now

Tágar - toppur
Toppurinn er litla systir peysunnar minna, Tágar. Hún er byggð á sömu hugmynd en með v hálsmáli og svokallaðar “cap sleeves”.

Toppurinn er prjónaður ofan frá og niður. Fyrst fram og til baka með útaukningum á réttu. Þegar hálsmál hefur verið formað er klippt á garnið, tengt í hring og upphaf umferðar fært í handarkrika vinstra megin að aftan. Að loknum útaukningum er skipt upp í bol og handveg(ermar). Bolur er prjónaður ögn niður á mjaðmir og lokið með nokkrum umferðum af 1 sl og 1 br. “Ermar” eru bara samsvarandi umferðir af 1 sl og 1 br eins og að neðan. Gengið er frá hálsmáli með að taka upp lykkjur og prjóna á sama hátt og í handveg og að neðan.

Í peysuna ákvað ég að nota Lang Liza, það er létt og hentar vel á sólríkum degi.
Í toppinn fara 200 gr 250 gr 250 gr 300 gr 300 gr af Lang Liza, 70% rayon úr bambustrefjum, 20% merino ull og 10% silki. 165 mtr pr 50 gr.

Ég þigg með þökkum allar ábendingar um villur í uppskriftinni og svara öllum fyrirspurnum hvort sem þær eru hér, á fb eða í netfanginu silla@grisara.is