Tágar

Knitting
April 2022
all 3 are used in this pattern
yarn held together
Light Fingering
+ Lace
= Lace ?
18 stitches and 24 rows = 4 inches
US 7 - 4.5 mm
US 4 - 3.5 mm
875 - 1312 yards (800 - 1200 m)
1, 2, 3, 4 og 5 (yfirvídd 92, 102, 112, 122 og 132 sm)
English Icelandic
This pattern is available for €6.00 EUR buy it now

Hugmyndina að peysunni fékk ég þegar ég var að skoða afar klæðilega kvenboli sem voru ekki þverir að neðan, heldur lögðust ljúflega yfir ávalar kvenmjaðmir. Mig langaði í þannig peysu, hún þyrfti líka að vera létt og hlý undir vindjakka þegar ég fer að arka af mér öll aukakílóin… einhverntíma í framtíðinni.

Munstrið á peysunni er einfalt og minnir mig á tágavefnaðinn í prjónakörfunni minni. Þess vegna heitir hún Tágar.

Í peysunni er haldið saman þrem þráðum, tveim af Holst Titicaca og einum af Holst Supersoft, það gefur u.þ.b. léttlopa/aran grófleika en mun léttari flík. Í hana fara:
1 2 3 4 5
Holst Titicaca 200 gr 250 gr 250 gr 300 gr 300 gr
Holst Supersoft 150 gr 200 gr 200 gr 200 gr 250 gr

Þar sem svona mörgum þráðum er haldið saman þá skiptir minna máli að fá nákvæmlega sama lotunúmerið ef eitthvað skyldi vanta upp á magn, einnig er gaman að halda saman litum sem eru ekki nákvæmlega eins. Í grænu peysuna notaði ég litinn “Spring” í Supersoft og “Mellow” í Titicaca. Í þá brúnu notaði ég litina “Truffle” í Supersoft og “Hickory” í Titicaca.

Peysan er prjónuð ofanfrá og niður, með háum kraga. En lítið mál er að sleppa kraganum og prjóna bara venjulega hálslíningu ef óskað er. Til að móta axlir eru útaukningar fyrst við munstur ofan á ermum, en færast síðan í laska inn í handarkrika, og þar sem bolurinn er að hluta til prjónaður á ská þá þarf fleiri útaukningar á bol en ermar eftir því sem peysan verður stærri. Gefin er sérlýsing á hverri stærð fyrir sig þegar komið er á það stig í berustykkinu, einnig fylgir kort yfir útaukningar berustykkis.

Allar stærðir hafa verið prufuprjónaðar. Ég þigg með þökkum allar ábendingar um villur í uppskriftinni og svara öllum fyrirspurnum hvort sem þær eru hér, á fb eða í netfanginu silla@grisara.is

Now also available in English.
I wanted a formfitting sweater to wear under my parka. That idea and the twig weave in my knitting basket gave me this pattern. This pattern has been test knitted in all sizes, but please note, only using the Icelandic language pattern.
Any comments regarding the English version are appreciated, either here or via email silla@grisara.is