patterns > Auður Björt Skúladóttir's Ravelry Store
> Vetrarklukka
Vetrarklukka
Um sjalið
Sjalið er prjónað með tvílitu klukkuprjóni. Byrjað er að prjóna sjalið efst í miðju og aukið er út í byrjun og lok hverrar umferðar. Kaðlakanturinn er prjónaður sér og er prjónaður við sjalið í annarri hverri umferð sem affelling. Þar sem kanturinn er prjónaður í tvílitu klukkuprjóni þarf að nota sér hringprjón fyrir kantinn því alltaf þarf að gera hverja umferð tvisvar sinnum. Til að ná góðum teygjanleika á sjalið er snúrukanturinn alltaf prjónaður tvisvar sinnum.
Garn
Superwash DK, Vatnsnes yarn, 100% merino ull, 100g/225m
Litur A: 200g
Litur B: 200g
Áhöld
5mm hringprjónn 60cm
5mm hringprjónn 80cm eða lengri
Hjálparprjónn/kaðlaprjónn
Prjónamerki
Frágangsnál
Prjónafesta
11L og 22 umf á 10x10cm í klukkuprjóni eftir strekkingu
Stærð
Breidd: 50cm
Vænghaf: 190cm
106 projects
stashed 36 times
- First published: October 2019
- Page created: October 20, 2019
- Last updated: October 20, 2019 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now