“Húsin í bænum” er vettlingagjörningur sem hófst á jólatónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Innviðirnir þar beinlínis báðu um að láta prjóna sig. Úr varð heilög þrenning, þrjú tilbrigði á vettlingaformi. Síðan bættust við Póstur og Spari, sem spegla gamla pósthúsið og sparisjóðinn á Strandgötu, Austurgatan sem sækir útlit sitt í gömlu bárujárnshúsin og Sívertsen sem vísar til elsta húss bæjarins, húss Bjarna riddara Sívertsen, föður Hafnarfjarðar. Garnið í verkefnið kemur frá stöllunum í Today I Feel, sem starfa einmitt í Hafnarfirði. Útgáfuhóf var haldið í Garnbúð Eddu á Strandgötu, til að ramma inn hafnfirsku áhersluna.