Edda Lilja Guðmundsdóttir
Patterns available as Ravelry Downloads

Knitting: Mid-calf Socks
Sokkurinn er prjónaður í hring frá stroffi og niður. Auka band er prjónað yfir helming lykkjanna til að staðsetja hælinn sem er prjónaður eftir á .

Knitting: Pullover
Rjómablíða er prjónuð að ofan og niður í tvíbanda mynstri. Þú getur gert hana sem stuttan bol yfir fallega kjólinn þinn eða síðerma peysu og allt þar á milli… nákvæmlega eins og hentar þér best.

Knitting: Pullover
Fríða is worked in the round from the top down featuring colour work from top to bottom using 5 colours. I encourage you to play with the colours in your own unique way. I can see the pattern being made with only two colours up to eight colours if you want to use up all your stash. Have a great time making yours and if you share it please tag m...

Knitting: Hanging Ornament
Litla jólapeysan er pínulítil peysa sem hugsuð er sem jólaskraut. Þessi er númer 3 í röðinni og kemur nú í tveimur stærðum, annars vegar c.a. 5x9 cm og hins vegar 6x11 cm.

Knitting: Pullover
Peysan Þinur er hönnuð sérstaklega fyrir samprjón Garnbúðar Eddu sem fer af stað þann 8.júlí 2023. Samprjónið ber nafnið Jól í júlí og byrjar með risa uppfitji partýi í Hjarta Hafnarfjarðar í samstarfi við Bæjarbíó og Tilveruna veitintastað.

Knitting: Hanging Ornament
Litla jólapeysan er pínulítil peysa sem hugsuð er sem jólaskraut. Ég gaf út eina slíka í fyrra sem heitir bara Litla jólapeysan… Þessi heitir svo Litla jólapeysan 2022 … svo það hlýtur að koma fram ný peysa 2023. Peysan er c.a. 9 cm á hæð og 15 cm á breydd þar sem hún er breyðust (með ermum).

Knitting: Hats - Other
Húfan er prjónuð fram og til baka í garðaprjóni (s.s. Slétt á réttu og slétt á röngu). Húfan er prjónuð þvert, eða s.s. upp og niður í raun og kollurinn mótast með stuttum umferðum í gegnum alla húfuna. Munstrið er prjónað með myndprjóni sem er alls ekki flókið og skiptir bara máli hvernig skipt er á milli lita í umferðum og er sýnt hér fyrir n...

Knitting: Hats - Other
Uppskriftin er skrifuð sérstaklega fyrir Áskriftarklúbb Garnbúðar Eddu þar sem hún fylgir með í febrúar pakkanum.

Knitting: Mittens
Vettlingarnir eru prjónaðir frá úlnlið að fingurgómum. Útaukningar eru fyrir þumal og þær lykkjur svo geymdar og þumall kláraður síðast.

Knitting: Hanging Ornament
Uppskriftin var skrifuð fyrir Áskriftarklúbb Garnbúðar Eddu, desemberpakkann.

Knitting: Shawl / Wrap
Sjalið er prjónað á hlið (ekki að ofan og niður eða öfugt). Áður en kantur er prjónaður eru teknar upp lykkjur á hinni hliðinni og prjónað áfram þannig.

Knitting: Cardigan
Nafnið á peysunni er komið frá upphafi garnlitarins. Liturinn er hluti af skemmtilegu verkefni í Garnbúð Eddu sem kallast Tilraunaeldhúsið. Stutta lýsingin: Litari fær ljósmynd í hendurnar og túlkar í garn. Í þessu tilviki voru það fallegar Skófir á gamalli spýtu sem heilluðu augað og festust á filmu.

Knitting: Shawl / Wrap
Frost er tveggja hespu sjal úr tveim ólíkum týpum af garni. Dúnmjúkt og kósý til að ilja eigandanum yfir kaldasta tíma ársins. Í frostinu myndast oft munstur hér og þar sem heilla mig alltaf uppúr skónum. Munstrið er ekki hugsað með mikla kontrasta í huga, helst einlitt þar sem munurinn á garntegundunum fær að njóta sín en það virkar líka mjög ...

Knitting: Shawl / Wrap
Mér sjálfri finnst hrikalega leiðinlegt að prjóna brugðið, of margar lykkjur í umferð og sérstaklega að prjóna of lengi í einu það sama. Mest allt í uppbyggingu sjalsins og útliti stjórnast þess vegna af því að þurfa ekki að prjóna of margar brugðnar lykkjur, ekki of margar lykkjur í einni umferð og alls ekki sama sullið allt of lengi í einu. V...

Crochet: Shawl / Wrap
Sjalið ber nafn með rentu þar sem ákvörðun um að hanna það fyrir afmæli Garnbúðar Eddu var tekin á síðustu stundu, s.s. Korter í afmæli. Ég hafði samband við Kristínu hjá Vatnsnes Yarn og bað hana að lita fyrir mig sér lit fyrir veisluna sem enduðu sem tveir litir. Ekki fannst mér það nóg og ákvað að gera uppskrift af sjali, nýta mér eitthvað s...

Knitting: Shawl / Wrap
This shawl was designed for Vatnsnes Yarn advent calendar. With that in mind I wanted it to be something relaxing to knit with your favorite movie or while sitting with your friends and familiy over coffee or a glass of wine. Cosy, soothing and joyful.

Crochet: Shawl / Wrap
Sjalið er frekar einfalt í vinnslu. Hægt er að stjórna stærðinni alveg eftir eigin hentissemi. Uppskriftin er hugsuð þannig að það er 1 aðallitur sem gengur upp allt sjalið á móti aukalit (litur B). Aukaliturinn B samanstendur af 2-5 litum, litlum hespum sem notaðar eru hver á fætur annarri. Mjög sniðugt að nota t.d. afganga og nota hvern aukal...

Crochet: Cardigan
Peysan er hekluð frá hálsmáli og niður. Peysan á myndunum er í stærð 7-8 ára. Ef það er - (bandstrik) í staðin fyrir tölu í uppskriftinni þá á það ekki við í þessari stærð. Neðarlega er gert op fyrir vasa sem eru heklaðir eftir á. Kantur heklaður allan hringinn. Ermarnar eru svo heklaðar í lokin.

Crochet: Mid-calf Socks
The socks are crochet from the toe up. Increases in the beginning are crochet in rounds, not joining the rounds (spiral). When cable pattern begins the rounds are joined but still you turn and crochet the next row in the other direction. We leave a hole for the heel. The heel is crochet in rounds afterwards.