Gunnhildur Sigurhansdóttir

Patterns available as Ravelry Downloads

Knitting: Sleeveless Top
Sólskinstoppurinn er sjötta uppskriftin í Sólskinslínunni frá Vindu. Upprunalega Sólskinspeysan var hlý ullarpeysa með munstri sem minntu á geisla sólarinnar. Sólskinstoppurinn er hinsvegar tilvalinn til að nota á íslenskum sumardegi, nú eða á djamminu!
Knitting: Tee
Sólskinsbolurinn er fimmta uppskriftin í Sólskinslínunni frá Vindu. Upprunalega Sólskinspeysan var hlý ullarpeysa með munstri sem minnti á geisla sólarinnar. Sólskinsbolurinn er hinsvegar tilvalinn til að nota á íslenskum sumardegi þegar sólin skín, nú eða bara inni í upphituðum húsum eða undir úlpu! Uppskriftin er nokkuð byrjendavæn.
Knitting: Cardigan
Gollan er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka. Byrjað er á því að prjóna bakstykkið með því að fitja upp lykkjur aftan á hálsmáli sem fjölgar svo smám saman eftir því sem bakstykkið stækkar. Þegar búið er að prjóna bakstykkið niður fyrir handveg eru lykkjurnar geymdar á lykkjusnúru á meðan hægra og vinstra framstykki eru prjónuð með því...
Knitting: Pullover
Stærðir: (2) 3 (5) 7 (9) 11 (13) ára
Knitting: Cardigan
Opna Sólskinsbarnapeysan er fjórða peysan í Sólskinspeysuseríunni. Sólskinspeysurnar eru léttar ullarpeysur með mynstri sem minnir á geisla sólarinnar. Fyrsta Sólskinspeysan var lokuð en fljót-lega ákvað ég að gera opnar útgáfur af peysunni því þær eru ekki bara fallegar heldur líka praktískar og nýtast eins og léttur jakki.
Knitting: Cardigan
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL (4XL)
Knitting: Pullover
Sunshine sweater junior is the junior version of the Sunshine sweater. The idea of the original sunshine sweater came to me on a cold day in autumn when I wanted to knit a sweater that reminded me of spring and summer. The result reminds me of warming beams from the sun. For somebody like me - not a great fan of high temperatures - it is just p...
Knitting: Pullover
Sunshine sweater is knitted top down, starting with the neckline being knitted in the round. Then the yoke is worked with even increases so the stitches increase at the same time as the beams are created by slipping stitches between the needles. To create the beams, the stitches are slipped by placing the right needle in the back of the stitch ...
Knitting: Pullover
Gunnhildur peysa er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er á því að prjóna berustykkið fram og til baka til þess að móta hálsmálið á sama tíma og aukið er út til að fjölga lykkjum. Tengt er í hring eftir að búið er að móta hálsmálið og eftir það er peysan prjónuð í hring. Berustykkinu er skipt upp í fjóra hluta með prjónamerkjum. Á milli þessara ...
Knitting: Hanging Ornament
Jólakúlupeysurnar eru prjónaðar fram og til baka, frá botni að toppi og saumaðar saman í lokin. Þetta er gert til þess að hægt sé að klæða jólakúlurnar í peysurnar. Hægt er að skreyta jólakúlupeysurnar með útsaumi eða öðru á meðan stykkið er flatt áður en saumað er utan um kúlurnar.
Knitting: Pullover
Peysan Kopar er prjónuð ofan frá og niður. Byrjað er á því að prjóna berustykkið fram og til baka til þess að móta hálsmálið á sama tíma og aukið er út til að fjölga lykkjum. Tengt er í hring eftir að búið er að móta hálsmálið og eftir það er peysan prjónuð í hring. Berustykkinu er skipt upp í fjóra hluta með prjónamerkjum með tveimur laskalykk...
Knitting: Scarf
Sktaveður er prjónaður með garðaprjóni fram og til baka. Byrjað er á öðrum enda trefilsins með fáum lykkjum sem fjölgar síðan með útaukningum þar til trefillinn hefur náð réttri breidd. Miðjuhlutinn sem fer um hálsinn er breiðastur og svo mjókkar trefillinn aftur. Hann er því þykkastur þar sem þörfin fyrir hlýju er mest en mjóir endarnir auðvel...
Knitting: Pullover
Carlsen minkabani er ullarpeysa með sígildu norsku munstri sem er prjónuð ofan frá og niður og með laskaermum. Hálsmálið er prjónað í hring þar til kemur að berustykkinu sem er líka prjónað í hring með útaukningum við laskana. Eftir berustykkið er bolur tengdur í hring og ermalykkjur geymdar á bandi. Eftir bolinn eru ermarnar prjónaðar í hring....
Knitting: Pullover
Úlfhildur lopapeysa er léttlopapeysa sem er síðari að aftan en að framan. Stroffið er prjónað í tvennu lagi með klauf á hliðunum. Eftir stroffið á bolnum eru lykkjurnar tengdar í hring og prjónað upp að handvegi. Ermarnar eru prjónaðar í hring með reglulegum útaukningum og sameinaðar bol við handveg. Munsturbekkurinn er prjónaður eftir munsturt...